Gíslataka í rússnesku fangelsi 4. september 2006 22:30 Lögreglumenn fyrir utan fangelsið. MYND/AP Rússneskum sérsveitarmönnum tókst í dag að frelsa menn sem gæsluvarðhaldsfangar í fangelsi í Moskvu tóku í gíslingu. Engan mun hafa sakað í atganginum en heyra mátti skothríð og sprengingar úr nokkurri fjarlægð. Enn er atburðarásin nokkuð óljós og fer tvennum sögum af því hve margir voru teknir í gíslingu. Ýmist er talað um tvo gísla, fangelsisstjórann og annan starfsmann fangelsinsin, eða fimmtán gísla. Í fangelsinu eru gæsluvarðhaldsfangar sem bíða þess að mál þeirra verið tekin fyrir af dómstólum. Meðan á umsátrinu um fangelsið hafði ein rússnesk fréttastofa eftir starfmanni fangelsisins að gíslarnir væru fimmtán sem er þvert á það sem einn stjórnenda fangelsisisn sagði eftir að gíslatökunni lauk. Þar sagði hann gíslana hafa verið tvö og engan sakað í áhlaupi sérsveitarmanna. Fyrr um daginn bárust einnig fréttir af því að fjörutíu fangar hefðu gert uppreisn en því var vísað á bug. Að sögn yfirvalda var reynt að semja við gíslatökumennina en að lokum hafi verið látið til skarar skríða og notaðar til þess hvellsprengjur og reykvélar til að hrella fangana og yfirbuga. Eftir að ráðist var til inngöngu mátti heyra skothríð og sprengingar í nokkurri fjarlægð frá fangelsinu. Yfirmaður fangelsinsi segir ljóst að villandi upplýsingum hafi verið lekið í fjölmiðla, og þær líkast til komið frá gíslatökumönnunum sjálfum. Itar-tass fréttastofan hefur eftir yfirmanni fangelsa í Rússlandi að aðgerð sérsveitarmanna hafi tekið eina og hálfa mínútu og valdi hafi verið beitt. NTV fréttastofan segist hafa heimildir fyrir því að fimm menn í fangelsinu hafi hlotið stungusár áður en sérsveitarmenn réðust til inngöngu. En hver svo sem atburðarásin var virðist sem gíslum hafi verið bjargað og gíslatökumennirnir megi eiga von á því að fá maklega málagjöld. Erlent Fréttir Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðsprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Sjá meira
Rússneskum sérsveitarmönnum tókst í dag að frelsa menn sem gæsluvarðhaldsfangar í fangelsi í Moskvu tóku í gíslingu. Engan mun hafa sakað í atganginum en heyra mátti skothríð og sprengingar úr nokkurri fjarlægð. Enn er atburðarásin nokkuð óljós og fer tvennum sögum af því hve margir voru teknir í gíslingu. Ýmist er talað um tvo gísla, fangelsisstjórann og annan starfsmann fangelsinsin, eða fimmtán gísla. Í fangelsinu eru gæsluvarðhaldsfangar sem bíða þess að mál þeirra verið tekin fyrir af dómstólum. Meðan á umsátrinu um fangelsið hafði ein rússnesk fréttastofa eftir starfmanni fangelsisins að gíslarnir væru fimmtán sem er þvert á það sem einn stjórnenda fangelsisisn sagði eftir að gíslatökunni lauk. Þar sagði hann gíslana hafa verið tvö og engan sakað í áhlaupi sérsveitarmanna. Fyrr um daginn bárust einnig fréttir af því að fjörutíu fangar hefðu gert uppreisn en því var vísað á bug. Að sögn yfirvalda var reynt að semja við gíslatökumennina en að lokum hafi verið látið til skarar skríða og notaðar til þess hvellsprengjur og reykvélar til að hrella fangana og yfirbuga. Eftir að ráðist var til inngöngu mátti heyra skothríð og sprengingar í nokkurri fjarlægð frá fangelsinu. Yfirmaður fangelsinsi segir ljóst að villandi upplýsingum hafi verið lekið í fjölmiðla, og þær líkast til komið frá gíslatökumönnunum sjálfum. Itar-tass fréttastofan hefur eftir yfirmanni fangelsa í Rússlandi að aðgerð sérsveitarmanna hafi tekið eina og hálfa mínútu og valdi hafi verið beitt. NTV fréttastofan segist hafa heimildir fyrir því að fimm menn í fangelsinu hafi hlotið stungusár áður en sérsveitarmenn réðust til inngöngu. En hver svo sem atburðarásin var virðist sem gíslum hafi verið bjargað og gíslatökumennirnir megi eiga von á því að fá maklega málagjöld.
Erlent Fréttir Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðsprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Sjá meira