Ísraelsher gerði tvær mannskæðar árásir á Gaza landræmunni á svæði Palestínumanna í nótt. Þrír Palestínumenn létu lífið og nokkur fjöldi manna særðist. Tveir mannanna sem féllu voru feðgar sem báðir voru taldir liðsmenn í Hamas samtökunum. Ísraelsku árásarmennirnir voru í skriðdrekum og þyrlum. Ísraelar hafa ítrekað ráðist á meinta Hamasliða í Gaza síðan 25 júní þegar ísraelskum hermanni var rænt af varðstöð á landamærunum.
Erlent