Búast má við töfum á umferð í dag og næstu daga frá kl. 7:30-20:00 á Suðurlandsvegi frá Norðlingaholti upp að Litlu Kaffistofu. Tvístefna verður á annari akrein á köflum en umferð handstýrt annarsstaðar.
Einnig stendur yfir malbikun á Reykjanesbraut frá Hafnaafleggjara upp fyrir Grensás frá klukkan 11:00 í dag og fram á morgun daginn. Umferð til Keflavíkur verður fyrir lítilli truflun en umferð til baka verður beint í gegnum Keflavík
Á Holtavörðuheiði við Bláhæð og við Fornahvamm standa yfir framkvæmdir á ristarhliðum og eru tafir á umferð þar. Umferð er beint um einbreiða
hliðarakrein og eru vegfarendur beiðnir um að sýna tillitssemi. Áætluð
verklok eru 31. ágúst 2006
Á Djúpvegi (þjóðvegi 61) við Selá í Hrútafirði standa nú yfir
brúarframkvæmdir og er vegfarendum beint um hjáleið. Framkvæmdir áætlaðar þar til 25. september 2006.