Smyglaði 300 grömmum af hassi 28. ágúst 2006 18:39 Þrír sitja í gæsluvarðhaldi í tengslum við fíkniefnasmygl fangavarðar á Litla-Hrauni sem handtekinn var á laugardag. Orðrómur er meðal refsifanga á Litla-Hrauni um að fangavörðurinn hafi einnig smyglað farsímum inn í fangelsið. Mennirnir þrír hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til næsta laugardags, fangavörðurinn var hnepptur í varðhald síðastliðinn laugardag en fangarnir á sunnudag. Fangavörðurinn er rúmlega tvítugur og hefur verið í sumarafleysingum. Talið er víst að þetta sé ekki það fyrsta sem fangavörðurinn smyglar fíkniefnum inn í fangelsið og er orðrómur innan veggja Litla-Hrauns að maðurinn hafi smyglað fleiru eins og farsímum sem eru bannaðir meðal fanga. Samkvæmt heimildum var fagnavörðurinn gripinn með þrjú hundruð grömm af hassi en slíkt magn getur dugað dagreykingamanni í um eitt ár. Eins var fangavörðurinn með í fórum sínum harðari efni en í mun minna magni. Annar fanganna sem situr í gæsluvarðhaldi var í vor dæmdur í fjögurra ára fangelsi en hann var handtekinn í febrúar með tæp fjögur kíló af amfetamíni. Hinn er fanginn er með nokkuð langan sakaferill að baki bæði fyrir alvarlegar líkamsárásir og fíkniefnamisferili. Bróðir sem er fyrrverandi fangi hefur einnig verið handtekinn vegna málsins en hann hefur ekki verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Ljóst er að mun meira hefur verið um fíkniefni inn á Litla-Hrauni í sumar en oft áður. Sigurjón Birgisson, formaður fangavarðafélags Íslands, segir heimskulegt að útiloka að fangaverðir geti verið flutningsleið fyrir fíkniefni og vill hann hertara eftirlit til að tryggja öryggi fangavarða gegn hótunum. Eins telur Sigurjón mikilvægt að fangelsið fái fíkniefnahund, gegnumlýsingartæki og fleira starfsfólk. Fréttir Innlent Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Þrír sitja í gæsluvarðhaldi í tengslum við fíkniefnasmygl fangavarðar á Litla-Hrauni sem handtekinn var á laugardag. Orðrómur er meðal refsifanga á Litla-Hrauni um að fangavörðurinn hafi einnig smyglað farsímum inn í fangelsið. Mennirnir þrír hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til næsta laugardags, fangavörðurinn var hnepptur í varðhald síðastliðinn laugardag en fangarnir á sunnudag. Fangavörðurinn er rúmlega tvítugur og hefur verið í sumarafleysingum. Talið er víst að þetta sé ekki það fyrsta sem fangavörðurinn smyglar fíkniefnum inn í fangelsið og er orðrómur innan veggja Litla-Hrauns að maðurinn hafi smyglað fleiru eins og farsímum sem eru bannaðir meðal fanga. Samkvæmt heimildum var fagnavörðurinn gripinn með þrjú hundruð grömm af hassi en slíkt magn getur dugað dagreykingamanni í um eitt ár. Eins var fangavörðurinn með í fórum sínum harðari efni en í mun minna magni. Annar fanganna sem situr í gæsluvarðhaldi var í vor dæmdur í fjögurra ára fangelsi en hann var handtekinn í febrúar með tæp fjögur kíló af amfetamíni. Hinn er fanginn er með nokkuð langan sakaferill að baki bæði fyrir alvarlegar líkamsárásir og fíkniefnamisferili. Bróðir sem er fyrrverandi fangi hefur einnig verið handtekinn vegna málsins en hann hefur ekki verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Ljóst er að mun meira hefur verið um fíkniefni inn á Litla-Hrauni í sumar en oft áður. Sigurjón Birgisson, formaður fangavarðafélags Íslands, segir heimskulegt að útiloka að fangaverðir geti verið flutningsleið fyrir fíkniefni og vill hann hertara eftirlit til að tryggja öryggi fangavarða gegn hótunum. Eins telur Sigurjón mikilvægt að fangelsið fái fíkniefnahund, gegnumlýsingartæki og fleira starfsfólk.
Fréttir Innlent Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira