Snæfellsbæ var stefnt af BSRB síðastliðinn föstudag vegna ólögmætra uppsagna sex starfsmanna úr starfi við íþróttahús og sundlaugar bæjarins.
BSRB benti bæjaryfirvöldum ítrekað á að uppsagnirnar stæðust ekki lög og kröfðust samtökin þess að uppsagnirnar yrðu dregnar til baka. Því var hafnað og starfsfólkinu sagt upp störfum og var lögmönnum samstundis falið að undirbúa stefnu.