Íslenskur ríkisborgari sagður með falsað vegabréf í Tel Aviv 23. ágúst 2006 12:00 Íslenskur ríkisborgari af palestínskum ættum er í haldi lögreglu á flugvellinum í Tel Aviv í Ísrael sakaður um að hafa ferðast á fölsuðu vegabréfi. Ættingjar mannsins hér heima og í Ísrael reyna hvað þeir geta til að koma í veg fyrir að honum verði vísað frá Ísrael. Abraham Shwaiki lenti á flugvellinum í Tel Aviv klukkan fjögur í nótt að íslenskum tíma. Hann lagði af stað frá Íslandi í gær og millilenti í Lundúnum. Hann ætlaði að heimsækja ættingja sína, þar á meðal veikan föður í Ísrael. Abraham, öðru nafni Ibrahim, hefur búið á Íslandi frá árinu 1990 og er íslenskur ríkisborgari. Við komuna til Ísrael var hann kallaður til yfirheyrslu hjá flugvallaryfirvöldum. Síminn var fljótlega tekinn af honum ásamt öðru en áður hafði hann náð símasambandi við konu sína. Hann fékk ekkert að vita af ástæðu þess að hann var í haldi fyrstu tvær klukkustundirnar. Síðan fékk hann að vita að yfirvöld teldu vegabréfið falsað þar sem nafn hans er sagt Abraham en því var breytt úr Ibrahim þegar hann gerðist íslenskur ríkisborgari. Auk þess er fæðingarstaður sagður Jerúsalem í stað Ísraels þar sem Palestína er ekki viðurkennt ríki. Í stað þess að setja fæðingarstaðinn Ísrael í vegabréfið var ákveðið að setja Jerúsalem og það taka Ísraelar ekki gilt. Það sama hefur verið gert í vegabréfi Faraj, bróður Abrahams. Þar er fæðingarstaðurinn tilgreindur sem Jerúsalem. Díana segir næsta skref að koma í veg fyrir að maður hennar verði sendur aftur heim. Hún sé að vinna að því í samvinnu við íslenska utanríkisráðuneytið og ættingja hans í Ísrael. Hún segir ljóst að málið sé alvarlegt þar sem vegabréf Abrahams hafi verið ógilt en það leyfist ekki samkvæmt lögum en þær upplýsingar hafi hún fengið hjá utanríkisráðuneytinu. Að öllu óbreyttu bíst Díana við því að eiginmaður hennar verði sendur heim með næstu vél British Airways sem fer í loftið frá Tel Aviv klukkan tvö að íslenskum tíma. Fréttir Innlent Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Íslenskur ríkisborgari af palestínskum ættum er í haldi lögreglu á flugvellinum í Tel Aviv í Ísrael sakaður um að hafa ferðast á fölsuðu vegabréfi. Ættingjar mannsins hér heima og í Ísrael reyna hvað þeir geta til að koma í veg fyrir að honum verði vísað frá Ísrael. Abraham Shwaiki lenti á flugvellinum í Tel Aviv klukkan fjögur í nótt að íslenskum tíma. Hann lagði af stað frá Íslandi í gær og millilenti í Lundúnum. Hann ætlaði að heimsækja ættingja sína, þar á meðal veikan föður í Ísrael. Abraham, öðru nafni Ibrahim, hefur búið á Íslandi frá árinu 1990 og er íslenskur ríkisborgari. Við komuna til Ísrael var hann kallaður til yfirheyrslu hjá flugvallaryfirvöldum. Síminn var fljótlega tekinn af honum ásamt öðru en áður hafði hann náð símasambandi við konu sína. Hann fékk ekkert að vita af ástæðu þess að hann var í haldi fyrstu tvær klukkustundirnar. Síðan fékk hann að vita að yfirvöld teldu vegabréfið falsað þar sem nafn hans er sagt Abraham en því var breytt úr Ibrahim þegar hann gerðist íslenskur ríkisborgari. Auk þess er fæðingarstaður sagður Jerúsalem í stað Ísraels þar sem Palestína er ekki viðurkennt ríki. Í stað þess að setja fæðingarstaðinn Ísrael í vegabréfið var ákveðið að setja Jerúsalem og það taka Ísraelar ekki gilt. Það sama hefur verið gert í vegabréfi Faraj, bróður Abrahams. Þar er fæðingarstaðurinn tilgreindur sem Jerúsalem. Díana segir næsta skref að koma í veg fyrir að maður hennar verði sendur aftur heim. Hún sé að vinna að því í samvinnu við íslenska utanríkisráðuneytið og ættingja hans í Ísrael. Hún segir ljóst að málið sé alvarlegt þar sem vegabréf Abrahams hafi verið ógilt en það leyfist ekki samkvæmt lögum en þær upplýsingar hafi hún fengið hjá utanríkisráðuneytinu. Að öllu óbreyttu bíst Díana við því að eiginmaður hennar verði sendur heim með næstu vél British Airways sem fer í loftið frá Tel Aviv klukkan tvö að íslenskum tíma.
Fréttir Innlent Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent