Ótrúlegt að saksóknari hafi íhugað endurákæru 22. ágúst 2006 19:59 Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group hf. segir einkennilegt að hafa þurft að sitja undir því svo vikum skiptir að settur saksóknari í Baugsmálinu segðist vera að íhuga endurákæru. Því verði vart trúað að settur saksóknari hafi hugleitt það í alvöru eftir þá dóma sem á undan höfðu gengið. Jón Ásgeir sendi frá sér sér yfirlýsingu í kjölfar ákvörðunar Sigurðar Tómasar Magnússonar, setts saksóknara í Baugsmálinu þess efnis að ekki yrði endurákært vegna ákæruliðar sem dómstólar höfðu vísað frá. Þar með liggur fyrir að endanleg niðurstaða er komin í fyrsta lið ákærukaflans í Baugsmálinu svokallaða en hann var sá alvarlegasti í málinu og snéri að Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og félögum. Þessi fyrsti liður ákærunnar snerist í stuttu máli um meinta sviksemi við kaup á 10-11 verslununum, fyrst til félaga í eigu Jóns Ásgeirs sjálfs og síðar frá þeim til Baugs. Var talið að þar hefðu hagsmunir almenningshlutafélagsins Baugs verið fyrir borð bornir og félgið skaðast um hundruð milljóna króna. Þessi ákæruliður hefur farið tvo hringi í dómskerfinu, tvisvar í gegnum bæði dómsstig. Í öllum tilfellum hefur ákærunni verið vísað frá og hún aldrei fengið efnislega meðferð. Þegar Hæstiréttur staðfesti frávísun sína á þessum ákæruliðum fyrir mánuði tjáði Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari, sig um að kannað yrði hvort ákært yrði aftur í þessu máli. Nú liggur fyrir að svo verður ekki. Í kjölfar þess sendi Jón Ásgeir frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: "Í ljósi þess að settur Ríkissaksóknari, Sigurður Tómas Magnússon, hefur ákveðið ákæra ekki í þriðja skiptið í viðamesta lið ákærunnar í Baugsmálinu svokallaða, er rétt að koma eftirfarandi á framfæri: Ég hef frá upphafi sagt að þessi ákæruliður, sem oft hefur verið kenndur við 10-11 verslanirnar, snúist um viðskipti og ekkert annað. Þetta hafa dómstólar staðfest bæði héraðsdómur og Hæstiréttur. Það var því einkennilegt að þurfa að sitja undir því svo vikum skipti að Sigurður Tómas Magnússon segðist vera að velta því fyrir sér að ákæra í þriðja sinn af þessu tilefni. Því verður vart trúað að slíkt hafi hann hugleitt í alvöru eftir þá dóma sem gengið höfðu." Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Sjá meira
Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group hf. segir einkennilegt að hafa þurft að sitja undir því svo vikum skiptir að settur saksóknari í Baugsmálinu segðist vera að íhuga endurákæru. Því verði vart trúað að settur saksóknari hafi hugleitt það í alvöru eftir þá dóma sem á undan höfðu gengið. Jón Ásgeir sendi frá sér sér yfirlýsingu í kjölfar ákvörðunar Sigurðar Tómasar Magnússonar, setts saksóknara í Baugsmálinu þess efnis að ekki yrði endurákært vegna ákæruliðar sem dómstólar höfðu vísað frá. Þar með liggur fyrir að endanleg niðurstaða er komin í fyrsta lið ákærukaflans í Baugsmálinu svokallaða en hann var sá alvarlegasti í málinu og snéri að Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og félögum. Þessi fyrsti liður ákærunnar snerist í stuttu máli um meinta sviksemi við kaup á 10-11 verslununum, fyrst til félaga í eigu Jóns Ásgeirs sjálfs og síðar frá þeim til Baugs. Var talið að þar hefðu hagsmunir almenningshlutafélagsins Baugs verið fyrir borð bornir og félgið skaðast um hundruð milljóna króna. Þessi ákæruliður hefur farið tvo hringi í dómskerfinu, tvisvar í gegnum bæði dómsstig. Í öllum tilfellum hefur ákærunni verið vísað frá og hún aldrei fengið efnislega meðferð. Þegar Hæstiréttur staðfesti frávísun sína á þessum ákæruliðum fyrir mánuði tjáði Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari, sig um að kannað yrði hvort ákært yrði aftur í þessu máli. Nú liggur fyrir að svo verður ekki. Í kjölfar þess sendi Jón Ásgeir frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: "Í ljósi þess að settur Ríkissaksóknari, Sigurður Tómas Magnússon, hefur ákveðið ákæra ekki í þriðja skiptið í viðamesta lið ákærunnar í Baugsmálinu svokallaða, er rétt að koma eftirfarandi á framfæri: Ég hef frá upphafi sagt að þessi ákæruliður, sem oft hefur verið kenndur við 10-11 verslanirnar, snúist um viðskipti og ekkert annað. Þetta hafa dómstólar staðfest bæði héraðsdómur og Hæstiréttur. Það var því einkennilegt að þurfa að sitja undir því svo vikum skipti að Sigurður Tómas Magnússon segðist vera að velta því fyrir sér að ákæra í þriðja sinn af þessu tilefni. Því verður vart trúað að slíkt hafi hann hugleitt í alvöru eftir þá dóma sem gengið höfðu."
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Sjá meira