Innlent

Vill nánari útskýringu á ummælum um ættleiðingu samkynhneigðra

Hrafnhildur Gunnarsdóttir formaður Samtakanna '78.
Hrafnhildur Gunnarsdóttir formaður Samtakanna '78. Mynd/Valli

Formaður Samtakanna '78 hefur óskað eftir fundi með stjórn Íslenskrar ættleiðingar vegna ættleiðinga samkynhneigðra á Íslandi. Hún vill fá nánari útskýringar á ummælum forsvarsmanns Íslenskrar ættleiðingar um möguleika samkynhneigðra til ættleiðinga.

Ættleiðingar samkynhneigðra voru leyfðar að fullu hér á landi frá og með 27. júní síðastliðnum. Samtökin '78 vinna nú að því að greiða götu samkynhneigðra para og hjóna sem vilja ættleiða börn. Íslensk stjórnvöld eru með samninga um ættleiðingar við fimm lönd; Indland, Kína, Kólumbía, Tékkland og Tailand, en ekkert þessara landa leyfir ættleiðingu til samkynhneigðra. Íslensk ættleiðing fer með umsóknir um ættleiðingu en það er í höndum dómsmálaráðuneytisins að semja við ný lönd um ættleiðingar. Hrafnhildur Gunnarsdóttir, formaður samtakanna 78 segir að á heimasíðu íslenskrar ættleiðingar komi fram sjónarmið sem samræmist ekki lögum og reglum stjórnvalda, hvað varðar réttindi samkynhneigðra. Þar segir meðal annars að samkynhneigð sé ekki viðurkennd í öllum samfélögum með sama hætti og hérlendis og á Vesturlöndum. Samskipti við yfirvöld og stofnanir annarra landa krefjist virðingar fyrir lögum og siðvenjum í viðkomandi löndum. Samtökin leggja því áherslu á að sérstökrar varðúðar verði gætt við stofnun nýrra samninga við önnur lönd og að þeir hafi ekki áhrif á núverandi samninga til ættleiðingar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.