Innlent

Kárahnjúkastíflur mjög öruggar

Sérfræðingar Landsvirkjunnar telja að stíflur við Kárahnjúkavirkjun séu mjög öruggar. Á blaðamannafundi sem Landsvirkjun boðaði til með sérfræðingum í dag, kom fram að sérfræðingarnir teldu litlar likur á að stífluveggir myndu leka.

Í raun hefði hönnun stíflumannvirkja staðið yfir allt frá áttunda áratugnum. Enginn virkjun væri hins vegar byggð án viðskiptavinar, og því hefði hönnun mannvirkjanna ekki hafist fyrr en Norsk Hydro fór að sína því áhuga að byggja hér álver í byrjun tíunda áratugarins. Byrjað verður að hleypa vatni á Hálslón í næsta mánuði en það verður ekki endanlega fyllt fyrr en næsta sumar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×