Börn nota sprengjur sem leikföng 20. ágúst 2006 19:00 Ótal virkar sprengjur af ýmsum gerðum er að finna á götum Suður-Líbanon og hafa þær limlest marga íbúa þar eða orðið þeim að fjörtjóni. Björgunarfólk hefur reynt að merkja sem flestar sprengjur kirfilega áður en sprengjusérfræðingar gera þær óvirkar. Íbúar í Suður-Líbanon streyma enn til síns heima í von um að þar sé eitthvað heillegt að finna. Margir koma þó aðeins að rústum einum. Í þorpinu Saddiqine, um tuttugu kílómetra suðaustur af Týrus, má sjá íbúa leita eigna sinna í rúsum húsa sinna. Þeir sem finna eitthvað heillegt eiga oft fullt í fangi með að losa brak ofan af því. Á meðan reyna aðrir að hreinsa til á götum þorpsins. Hjálparsamtök í Suður-Líbanon láta fólk fá dreifimiða þar sem varað er við því að handleika klasasprengjur eða sprengjur annarrar gerðar. Margar þeirra séu enn virkar. Sjálfboðaliðar merkja sprengjur í bænum al-Bayyadah, átján kílómetrum suður af Týrus. Þá getur fólk forðast þær þar til sprengjusérfræðingar koma á vettvang og skera úr um hvort réttast sé að fjarlægja þær eða sprengja á staðnum. Elias Kayal, sérfærðingur hjá hjálparsamtökum í Suður-Líbanon, segir sprengjur á borð við klasasprengjur, helstu ógn við lífi og limum þorpsbúa. Hann segir um það bil tuttugu og fjögur slys hafa orðið í síðustu viku. Börn hafi látist. Fólk hafi reynt að henda sprengjum úr görðum sínum og húsum með hörmulegum afleiðingum. Mörg slys hafi orðið og eigi eftir að verða. Börn sem finna virkar sprengju taka þær oft fyrir leikföng með hörmulegum afleiðingum. Hassan Tehini, sem er tíu ára, og Seknah Merhi, sem er tólf ára, særðust þegar klasasprengja sprakk um leið og önnur stúlka var að leika sér með hana. Erlent Fréttir Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Fleiri fréttir Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Sjá meira
Ótal virkar sprengjur af ýmsum gerðum er að finna á götum Suður-Líbanon og hafa þær limlest marga íbúa þar eða orðið þeim að fjörtjóni. Björgunarfólk hefur reynt að merkja sem flestar sprengjur kirfilega áður en sprengjusérfræðingar gera þær óvirkar. Íbúar í Suður-Líbanon streyma enn til síns heima í von um að þar sé eitthvað heillegt að finna. Margir koma þó aðeins að rústum einum. Í þorpinu Saddiqine, um tuttugu kílómetra suðaustur af Týrus, má sjá íbúa leita eigna sinna í rúsum húsa sinna. Þeir sem finna eitthvað heillegt eiga oft fullt í fangi með að losa brak ofan af því. Á meðan reyna aðrir að hreinsa til á götum þorpsins. Hjálparsamtök í Suður-Líbanon láta fólk fá dreifimiða þar sem varað er við því að handleika klasasprengjur eða sprengjur annarrar gerðar. Margar þeirra séu enn virkar. Sjálfboðaliðar merkja sprengjur í bænum al-Bayyadah, átján kílómetrum suður af Týrus. Þá getur fólk forðast þær þar til sprengjusérfræðingar koma á vettvang og skera úr um hvort réttast sé að fjarlægja þær eða sprengja á staðnum. Elias Kayal, sérfærðingur hjá hjálparsamtökum í Suður-Líbanon, segir sprengjur á borð við klasasprengjur, helstu ógn við lífi og limum þorpsbúa. Hann segir um það bil tuttugu og fjögur slys hafa orðið í síðustu viku. Börn hafi látist. Fólk hafi reynt að henda sprengjum úr görðum sínum og húsum með hörmulegum afleiðingum. Mörg slys hafi orðið og eigi eftir að verða. Börn sem finna virkar sprengju taka þær oft fyrir leikföng með hörmulegum afleiðingum. Hassan Tehini, sem er tíu ára, og Seknah Merhi, sem er tólf ára, særðust þegar klasasprengja sprakk um leið og önnur stúlka var að leika sér með hana.
Erlent Fréttir Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Fleiri fréttir Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Sjá meira