Framkvæmdirnar njóta stuðnings 20. ágúst 2006 05:15 Geir H. Haarde segir vissulega eftirsjá að því landi sem fer undir þegar vatni verður hleypt í Hálslón. Efnahagsleg áhrif framkvæmdanna vegi hins vegar þyngra. Hér má sjá Ómar Ragnarsson leiða hópinn í gönguferð um Kringilsárrana. MYND/VILHELM Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir menn hafa gert sér grein fyrir umhverfisáhrifum Kárahnjúkavirkjunar þegar ráðist var í framkvæmdirnar. Hins vegar verði alltaf að eiga sér stað ákveðið hagsmunamat þegar stórar ákvarðanir eru teknar. „Ég tel að við höfum tekið hárrétta ákvörðun. Auðvitað er alltaf eftirsjá að landi sem hverfur. Hins vegar er mikið af þessu örfokaland, þótt eitthvað sé um gróin svæði. Ef ég ætti að velja efnahagsáhrifin af virkjuninni eða að halda þessu landi myndi ég velja nákvæmlega sama kost og við gerðum á sínum tíma," sagði Geir á Kárahnjúkum. Geir heimsótti í gær virkjunarsvæði Kárahnjúkavirkjunar undir leiðsögn Ómars Ragnarssonar fjölmiðlamanns. Með í för voru þau Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, auk þingmannanna Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og Arnbjargar Sveinsdóttur. Ómar flaug með hópinn í eins hreyfils flugvél vítt og breitt yfir virkjanasvæðið og sýndi þeim stóran hluta þess svæðis sem fer undir þegar vatni verður hleypt í Hálslón. Ferðinni lauk svo á Kringilsárrana sem verður á um sextíu metra dýpi. Þaðan leiddi Ómar hópinn í gönguferð um svæðið. Geir H. Haarde sagðist vera að sjá marga þá staði sem Ómar sýndi hópnum í fyrsta skipti. „Ég hef náttúrulega skoðað virkjanasvæðið og þar í kring. Þetta er þó nýtt að sumu leyti og einstaklega gaman að sjá svæðið úr lofti, sérstaklega í fylgd þessa einstaka leiðsögumanns." Virkjunin við Kárahnjúka hefur verið mikið hitamál í samfélaginu en Geir telur ekki leika vafa á því að framkvæmdirnar njóti stuðnings. „Ákvörðunin var tekin lögum samkvæmt og ég held að hún njóti stuðnings bæði í flestum stjórnmálaflokkum og meðal þjóðarinnar." Ómar Ragnarsson segir ferðina hafa gengið vel í alla staði. Það hafi verið mikil ánægja og heiður að fylgja hópnum um svæðið. „Þessar ferðir mínar um svæðið eru fyrst og fremst til að miðla upplýsingum. Síðan er það fólks að vinna úr þeim upplýsingum." Ómar hefur einnig boðið ráðherrum Framsóknarflokksins í skoðunarferð um virkjunarsvæðið; þegar hafa þau Valgerður Sverrisdóttir, Guðni Ágústsson og Jónína Bjartmarz þekkst boðið. Þá liggur sams konar boð á borði forsvarsmanna helstu fjölmiðla og forseta Íslands. Fréttir Innlent Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir menn hafa gert sér grein fyrir umhverfisáhrifum Kárahnjúkavirkjunar þegar ráðist var í framkvæmdirnar. Hins vegar verði alltaf að eiga sér stað ákveðið hagsmunamat þegar stórar ákvarðanir eru teknar. „Ég tel að við höfum tekið hárrétta ákvörðun. Auðvitað er alltaf eftirsjá að landi sem hverfur. Hins vegar er mikið af þessu örfokaland, þótt eitthvað sé um gróin svæði. Ef ég ætti að velja efnahagsáhrifin af virkjuninni eða að halda þessu landi myndi ég velja nákvæmlega sama kost og við gerðum á sínum tíma," sagði Geir á Kárahnjúkum. Geir heimsótti í gær virkjunarsvæði Kárahnjúkavirkjunar undir leiðsögn Ómars Ragnarssonar fjölmiðlamanns. Með í för voru þau Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, auk þingmannanna Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og Arnbjargar Sveinsdóttur. Ómar flaug með hópinn í eins hreyfils flugvél vítt og breitt yfir virkjanasvæðið og sýndi þeim stóran hluta þess svæðis sem fer undir þegar vatni verður hleypt í Hálslón. Ferðinni lauk svo á Kringilsárrana sem verður á um sextíu metra dýpi. Þaðan leiddi Ómar hópinn í gönguferð um svæðið. Geir H. Haarde sagðist vera að sjá marga þá staði sem Ómar sýndi hópnum í fyrsta skipti. „Ég hef náttúrulega skoðað virkjanasvæðið og þar í kring. Þetta er þó nýtt að sumu leyti og einstaklega gaman að sjá svæðið úr lofti, sérstaklega í fylgd þessa einstaka leiðsögumanns." Virkjunin við Kárahnjúka hefur verið mikið hitamál í samfélaginu en Geir telur ekki leika vafa á því að framkvæmdirnar njóti stuðnings. „Ákvörðunin var tekin lögum samkvæmt og ég held að hún njóti stuðnings bæði í flestum stjórnmálaflokkum og meðal þjóðarinnar." Ómar Ragnarsson segir ferðina hafa gengið vel í alla staði. Það hafi verið mikil ánægja og heiður að fylgja hópnum um svæðið. „Þessar ferðir mínar um svæðið eru fyrst og fremst til að miðla upplýsingum. Síðan er það fólks að vinna úr þeim upplýsingum." Ómar hefur einnig boðið ráðherrum Framsóknarflokksins í skoðunarferð um virkjunarsvæðið; þegar hafa þau Valgerður Sverrisdóttir, Guðni Ágústsson og Jónína Bjartmarz þekkst boðið. Þá liggur sams konar boð á borði forsvarsmanna helstu fjölmiðla og forseta Íslands.
Fréttir Innlent Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira