Flóttamenn halda heim 14. ágúst 2006 17:20 Kona gengur um rústir húss síns í Beirút, höfuðborg Líbanons. MYND/AP Líbanskir flóttamenn héldu margir hverjir til síns heima í dag þegar vopnahlé í átökum Ísraela og Hizbollah-skæruliða tók gildi. Þeir vonast til að geta haldið lífi sínu áfram þar sem frá var horfið áður en árásir Ísraela á Líbanon hófust fyrir rúmum fjórum vikum. Örtröð er á þröngum stígum og götum í Suður-Líbanon þar sem mörg þúsund brottfluttir Líbanar snúa aftur til síns heima. Fjórðungur Líbana lagði á flótta undan sprengjum Ísraela sem dundu á svæðinu í tæpar fjórar vikur, eða allt þar til í morgun. Þessi flóttamenn hafa því í dag brotið gegn ferðabanni sem Ísraelar settu á og er enn í gildi. Borgir á svæðinu er margar hverjar rústir einar og vissu fjölmargir flóttamenn sem sneru aftur til síns heima ekki hvort nokkuð heillegt biði þeirra við heimkomuna. Hreinsunaraðgerðir í Týrus og Beirút eru hafnar. Í Týrus reyna íbúar að halda eðlilegu lífi áfram í rústum borgarinnar. Í Beirút berjast slökkviliðsmenn við elda sem loga enn í rústum húsa í úthverfum borgarinna. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í dag að það vopnahlé sem tók gildi milli Ísraela og skæruliða Hizbollah í Líbanon snemma í morgun héldi. Hann hvatti Líbana og Ísraela til að vinna hratt að því að tryggja varanlegt vopnahlé í samvinnu við friðargæslulið frá Sameinuðu þjóðunum og í samræmi við ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna frá því á föstudaginn. Þrátt fyrir það féll einn Hizbollah-skæruliði þegar ísraelskur hermaður skaut að liðsmönnum samtakanna í Suður-Líbanon í dag. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, ávarpaði ísraelska þingið í dag. Hann sagði Ísraela ætla að elta uppi leiðtoga Hizbollah hvar og hvenær sem væri. Auk þess hefðu Ísraela áskilið sér rétt til að bregðast við hvers konar brotum á vopnahléssamkomualginu. Olmert sagði leiðtoga Hizbollah í felum en fullvissaði þingið um að þeir myndu ekki sleppa við refsingu. Erlent Fréttir Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Líbanskir flóttamenn héldu margir hverjir til síns heima í dag þegar vopnahlé í átökum Ísraela og Hizbollah-skæruliða tók gildi. Þeir vonast til að geta haldið lífi sínu áfram þar sem frá var horfið áður en árásir Ísraela á Líbanon hófust fyrir rúmum fjórum vikum. Örtröð er á þröngum stígum og götum í Suður-Líbanon þar sem mörg þúsund brottfluttir Líbanar snúa aftur til síns heima. Fjórðungur Líbana lagði á flótta undan sprengjum Ísraela sem dundu á svæðinu í tæpar fjórar vikur, eða allt þar til í morgun. Þessi flóttamenn hafa því í dag brotið gegn ferðabanni sem Ísraelar settu á og er enn í gildi. Borgir á svæðinu er margar hverjar rústir einar og vissu fjölmargir flóttamenn sem sneru aftur til síns heima ekki hvort nokkuð heillegt biði þeirra við heimkomuna. Hreinsunaraðgerðir í Týrus og Beirút eru hafnar. Í Týrus reyna íbúar að halda eðlilegu lífi áfram í rústum borgarinnar. Í Beirút berjast slökkviliðsmenn við elda sem loga enn í rústum húsa í úthverfum borgarinna. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í dag að það vopnahlé sem tók gildi milli Ísraela og skæruliða Hizbollah í Líbanon snemma í morgun héldi. Hann hvatti Líbana og Ísraela til að vinna hratt að því að tryggja varanlegt vopnahlé í samvinnu við friðargæslulið frá Sameinuðu þjóðunum og í samræmi við ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna frá því á föstudaginn. Þrátt fyrir það féll einn Hizbollah-skæruliði þegar ísraelskur hermaður skaut að liðsmönnum samtakanna í Suður-Líbanon í dag. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, ávarpaði ísraelska þingið í dag. Hann sagði Ísraela ætla að elta uppi leiðtoga Hizbollah hvar og hvenær sem væri. Auk þess hefðu Ísraela áskilið sér rétt til að bregðast við hvers konar brotum á vopnahléssamkomualginu. Olmert sagði leiðtoga Hizbollah í felum en fullvissaði þingið um að þeir myndu ekki sleppa við refsingu.
Erlent Fréttir Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira