Enn deilt um orðalag ályktunar 11. ágúst 2006 12:30 Faðir við lík eiginkonu sinnar og sonar í úthverfi Beirút. MYND/AP Sprengjur hafa dunið á Beirút, höfuðborg Líbanons, í morgun um leið og forsætisráðherra landsins fundar þar með fulltrúum Bandaríkjastjórnar. Vonast er til að samkomulag náist í dag um orðalag ályktunar í deilu Ísraela og Hizbollah-skæruliða. Ísraelar hófu á ný loftárásir á suðurhluta Beirút í dögun. Minnst tuttugu háværar sprengingar mátti heyra um alla borg í morgun. Líbanskir fjölmiðlar segja sprengjum hafa rignt yfir vígi Hizbollah-skæruliða í Dahieh-hverfi í borginni. Engar fregnir hafa borist af mannfalli í árásunum. Svo virðist sem íbúar í hverfinu hafi komið sér á brott fyrir mánuði síðan og byggingar virðast standa auðar. Ísraelsher hefur varað íbúa á tilteknum svæðum í Beirút við yfirvofandi árásum og hvatt þá til að forða sér. Minnst þrettán Líbanar féllu og átján særðust í loftárás Ísraela annars staðar í landinu. Síðan í morgun hefur flugskeytum Hizbollah-skæruliða rignt yfir hafnarborgina Haifa í Norður-Ísrael. Enn er þrýst á um að ályktun Frakka og Bandaríkjamanna, sem miðar að því að binda enda á átökin, verði lögð fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og greidd um hana atkvæði. Deilt er um orðalag og hvenær liðsflutningar til og frá Suður-Líbanon fari fram. Árangurslausum fundi í ráðinu lauk í gærkvöldi en áætlað er að áfram verði fundað síðar í dag. Bandaríkjamenn segjast vongóðir um að hægt verði að greiða atkvæði um nýja ályktun í dag. Rússar eru þó ekki jafn vongóðir og leggja til að átökum verði hætt í þrjá sólarhringa svo hægt verði að koma hjálpargögnum til nauðstaddra í Suður-Líbanon. Meðan sprengjum var varpað á Beirút í morgun átti Fuad Saniora, forsætisráðherra Líbanons, fund með David Welch, aðstoðar utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í miðri höfuðborginni. Líbanar munu enn hafa eitthvað við ályktunardrög Frakka og Bandaríkjamanna að athuga þó breytingar hafi þegar verið gerðar á orðalaginu að hluta. Líbanar hafa krafist þess að Ísraelsher hverfi á brott frá Líbanon um leið og vopnahlé taki gildi. Þá muni líbönsk stjórnvöld senda fimmtán þúsund hermenn til suðurhluta landsins. Ísraelar taka hins vegar ekki í mál að hverfa á brott frá Suður-Líbanon fyrr en alþjóðlegt herliði hafi verið sent þangað en það getur tekið margar vikur og jafnvel mánuði. Erlent Fréttir Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Sjá meira
Sprengjur hafa dunið á Beirút, höfuðborg Líbanons, í morgun um leið og forsætisráðherra landsins fundar þar með fulltrúum Bandaríkjastjórnar. Vonast er til að samkomulag náist í dag um orðalag ályktunar í deilu Ísraela og Hizbollah-skæruliða. Ísraelar hófu á ný loftárásir á suðurhluta Beirút í dögun. Minnst tuttugu háværar sprengingar mátti heyra um alla borg í morgun. Líbanskir fjölmiðlar segja sprengjum hafa rignt yfir vígi Hizbollah-skæruliða í Dahieh-hverfi í borginni. Engar fregnir hafa borist af mannfalli í árásunum. Svo virðist sem íbúar í hverfinu hafi komið sér á brott fyrir mánuði síðan og byggingar virðast standa auðar. Ísraelsher hefur varað íbúa á tilteknum svæðum í Beirút við yfirvofandi árásum og hvatt þá til að forða sér. Minnst þrettán Líbanar féllu og átján særðust í loftárás Ísraela annars staðar í landinu. Síðan í morgun hefur flugskeytum Hizbollah-skæruliða rignt yfir hafnarborgina Haifa í Norður-Ísrael. Enn er þrýst á um að ályktun Frakka og Bandaríkjamanna, sem miðar að því að binda enda á átökin, verði lögð fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og greidd um hana atkvæði. Deilt er um orðalag og hvenær liðsflutningar til og frá Suður-Líbanon fari fram. Árangurslausum fundi í ráðinu lauk í gærkvöldi en áætlað er að áfram verði fundað síðar í dag. Bandaríkjamenn segjast vongóðir um að hægt verði að greiða atkvæði um nýja ályktun í dag. Rússar eru þó ekki jafn vongóðir og leggja til að átökum verði hætt í þrjá sólarhringa svo hægt verði að koma hjálpargögnum til nauðstaddra í Suður-Líbanon. Meðan sprengjum var varpað á Beirút í morgun átti Fuad Saniora, forsætisráðherra Líbanons, fund með David Welch, aðstoðar utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í miðri höfuðborginni. Líbanar munu enn hafa eitthvað við ályktunardrög Frakka og Bandaríkjamanna að athuga þó breytingar hafi þegar verið gerðar á orðalaginu að hluta. Líbanar hafa krafist þess að Ísraelsher hverfi á brott frá Líbanon um leið og vopnahlé taki gildi. Þá muni líbönsk stjórnvöld senda fimmtán þúsund hermenn til suðurhluta landsins. Ísraelar taka hins vegar ekki í mál að hverfa á brott frá Suður-Líbanon fyrr en alþjóðlegt herliði hafi verið sent þangað en það getur tekið margar vikur og jafnvel mánuði.
Erlent Fréttir Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Sjá meira