Höfuðpaurar hryðjuverkahópsins í haldi 11. ágúst 2006 08:05 Mynd/AP Breska lögreglan telur sig hafa handtekið höfuðpaurar hryðjuverkahóps sem lagði á ráðin um að sprengja í loft upp flugvélar á leið frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Nokkrir úr hópnum eru þó sagðir ganga lausir. Æfa átti ódæðin um helgina og láta til skarar skíða nokkrum dögum síðar. Samkvæmt heimildum bandaríska blaðsins Washington Post hefur rannsókn á ráðabrugginu staðið í rúmt ár en það var í júlí í fyrra, eftir hryðjuverkaárásirnar í Lundúnum, sem bresku lögreglunni barst ábending um grunsamlega hegðun nokkurra manna þar í landi. Út frá þessari ójósu ábendingu fór boltinn að rúlla og rannsóknin vatt upp á sig og endaði með handtökum í gær og í fyrradag. Tuttugu og fjórir voru þá teknir höndum. Í morgun bárust svo fréttir af því að pakistanska lögreglan hefði handtekið tvo menn í tengslum við ráðabruggið fyrir rúmri viku. Talið er að höfuðpaurarnir séu í haldi bresku lögreglunnar en fimm menn sem tengist málinu gangi enn lausir. Breska lögreglan hefur fryst innistæður á bankareikningum nítján þeirra sem eru nú í haldi. Bandarískir og breskir sérfræðingar segja ráðabruggið allt bera þess merki að liðsmenn al Kaída hryðjuverkasamtakanna hafi komið að því. Yfirvöld í Bretlandi hafa upplýst að mennirnir hafi ætlað að smygla sprengiefni í vökvaformi í gosflöskum um borð í vélarnar og nota síðan hvellettur sem dúlbúnar væru sem algengt raftæki. Heimildarmaður bandaríska blaðsins New York Times segir nokkra þeirra sem handteknir voru í Bretlandi hafa ferðast til Pakistan og gögn bendi til þess að þeir hafi átt þar fund með manni sem sagður er tengjast al Kaída. Samkvæmt áætlun hryðjuverkamannana áttu sjálfsmorðsárásir að eiga sér stað samtímis í flugvélunum á flugi frá London til Bandaríkjanna. Leyniþjónustan segir jafnframt að hryðjuverkamennirnir hafi ætlað sér að halda æfingu í dag eða á morgun og svo átti að láta til skarar skríða á allra næstu dögum. Erlent Fréttir Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Fleiri fréttir Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Sjá meira
Breska lögreglan telur sig hafa handtekið höfuðpaurar hryðjuverkahóps sem lagði á ráðin um að sprengja í loft upp flugvélar á leið frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Nokkrir úr hópnum eru þó sagðir ganga lausir. Æfa átti ódæðin um helgina og láta til skarar skíða nokkrum dögum síðar. Samkvæmt heimildum bandaríska blaðsins Washington Post hefur rannsókn á ráðabrugginu staðið í rúmt ár en það var í júlí í fyrra, eftir hryðjuverkaárásirnar í Lundúnum, sem bresku lögreglunni barst ábending um grunsamlega hegðun nokkurra manna þar í landi. Út frá þessari ójósu ábendingu fór boltinn að rúlla og rannsóknin vatt upp á sig og endaði með handtökum í gær og í fyrradag. Tuttugu og fjórir voru þá teknir höndum. Í morgun bárust svo fréttir af því að pakistanska lögreglan hefði handtekið tvo menn í tengslum við ráðabruggið fyrir rúmri viku. Talið er að höfuðpaurarnir séu í haldi bresku lögreglunnar en fimm menn sem tengist málinu gangi enn lausir. Breska lögreglan hefur fryst innistæður á bankareikningum nítján þeirra sem eru nú í haldi. Bandarískir og breskir sérfræðingar segja ráðabruggið allt bera þess merki að liðsmenn al Kaída hryðjuverkasamtakanna hafi komið að því. Yfirvöld í Bretlandi hafa upplýst að mennirnir hafi ætlað að smygla sprengiefni í vökvaformi í gosflöskum um borð í vélarnar og nota síðan hvellettur sem dúlbúnar væru sem algengt raftæki. Heimildarmaður bandaríska blaðsins New York Times segir nokkra þeirra sem handteknir voru í Bretlandi hafa ferðast til Pakistan og gögn bendi til þess að þeir hafi átt þar fund með manni sem sagður er tengjast al Kaída. Samkvæmt áætlun hryðjuverkamannana áttu sjálfsmorðsárásir að eiga sér stað samtímis í flugvélunum á flugi frá London til Bandaríkjanna. Leyniþjónustan segir jafnframt að hryðjuverkamennirnir hafi ætlað sér að halda æfingu í dag eða á morgun og svo átti að láta til skarar skríða á allra næstu dögum.
Erlent Fréttir Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Fleiri fréttir Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Sjá meira