Fleiri ísraelskir hermenn kallaðir til þjónustu 31. júlí 2006 18:17 Ísraelskir hermenn leita skjóls í bardaga við Hisbollah skæruliða við landamærin að Líbanon MYND/AP Ísraelar halda áfram loftárásum sínum í Suður-Líbanon, þrátt fyrir heit um að gefa Líbönum grið í tvo sólarhringa. Varnarmálaráðherra Ísraels boðar einnig aukinn landhernað í Líbanon. Að sögn yfirmanna í Ísraelsher er loftárásunum í dag ætlað að styðja við landhernað í Taibe í Suður-Líbanon. Í gær var tilkynnt að hlé yrði gert á árásum í tvo sólahringa og vakti það vonir hjá mörgum um að stutt væri í að stillt yrði til friðar milli Ísraela og Hizbollah-skæruliða. Þær vonir hafa nú dvínað. Hermálayfirvöld hafa tekið skýrt fram að Ísraelar hafi aldrei sagst ætla að gera hlé á árásum eða bardögum á landi, vopnahléð tæki eingöngu til loftárása. Þetta er staðfest af þungum sprengjudyn í Khiam-dalnum í Líbanon, þar sem stórskotaliðsárás Ísraela heldur áfram tuttugasta daginn í röð. Amir Peretz, varnarmálaráðherra Ísraels, sagði að nú yrði sótt gegn skæruliðum Hisbollah af auknu afli og á stærra svæði. Nánari útfærsla á auknum landhernaði verður rædd meðal ráðherra á ísraelska þinginu seinna í dag, en þúsundir hermanna úr varaliði ísraelska hersins hafa verið kallaðir til æfinga og herþjónustu. Ísraelsher sagði hlé á loftárásum gert til þess að gefa saklausum borgurum færi á að flýja frá Suður-Líbanon yfir til norðurhlutans og til að ferja megi hjálpargögn til þeirra svæða þar sem þeirra er mest þörf. Hins vegar þurfti matvælaaðstoð Sameinuðu þjóðanna að aflýsa ferð bílalestar með hjálpargögn til Suður-Líbanons, eftir að Ísraelsher neitaði að tryggja öryggi þeirra og hlífa þeim við árásum. Sameinuðu þjóðirnar hafa frestað um óákveðinn tíma fundi sem Kofi Annan, framkvæmdastjóri samtakanna, boðaði til þar sem átti að hefja undirbúning að skipan og hlutverki fjölþjóðlegs herliðs sem hefði það verkefni að tryggja frið í Líbanon. Fundurinn átti að hefjast síðdegis í dag. Ástæðan fyrir því að honum var frestað mun vera sú að sendifulltrúar ýmissa ríkja vilja að það liggi betur fyrir hver stefnan til framtíðar verði í Mið-Austurlöndum. Bush Bandaríkjaforseti sakaði í dag Írana um að útvega Hizbollah skæruliðum í Suður-Líbanon vopn og fjárstuðning. Hann krafðist þess að stjórnvöld í Teheran hættu því. Auk þess hvatti hann Sýrlendinga til að hætta stuðningi við hryðjuverkamenn og að virða fullveldi Líbanons. Erlent Fréttir Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent „Málið er fast“ Innlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Ísraelar halda áfram loftárásum sínum í Suður-Líbanon, þrátt fyrir heit um að gefa Líbönum grið í tvo sólarhringa. Varnarmálaráðherra Ísraels boðar einnig aukinn landhernað í Líbanon. Að sögn yfirmanna í Ísraelsher er loftárásunum í dag ætlað að styðja við landhernað í Taibe í Suður-Líbanon. Í gær var tilkynnt að hlé yrði gert á árásum í tvo sólahringa og vakti það vonir hjá mörgum um að stutt væri í að stillt yrði til friðar milli Ísraela og Hizbollah-skæruliða. Þær vonir hafa nú dvínað. Hermálayfirvöld hafa tekið skýrt fram að Ísraelar hafi aldrei sagst ætla að gera hlé á árásum eða bardögum á landi, vopnahléð tæki eingöngu til loftárása. Þetta er staðfest af þungum sprengjudyn í Khiam-dalnum í Líbanon, þar sem stórskotaliðsárás Ísraela heldur áfram tuttugasta daginn í röð. Amir Peretz, varnarmálaráðherra Ísraels, sagði að nú yrði sótt gegn skæruliðum Hisbollah af auknu afli og á stærra svæði. Nánari útfærsla á auknum landhernaði verður rædd meðal ráðherra á ísraelska þinginu seinna í dag, en þúsundir hermanna úr varaliði ísraelska hersins hafa verið kallaðir til æfinga og herþjónustu. Ísraelsher sagði hlé á loftárásum gert til þess að gefa saklausum borgurum færi á að flýja frá Suður-Líbanon yfir til norðurhlutans og til að ferja megi hjálpargögn til þeirra svæða þar sem þeirra er mest þörf. Hins vegar þurfti matvælaaðstoð Sameinuðu þjóðanna að aflýsa ferð bílalestar með hjálpargögn til Suður-Líbanons, eftir að Ísraelsher neitaði að tryggja öryggi þeirra og hlífa þeim við árásum. Sameinuðu þjóðirnar hafa frestað um óákveðinn tíma fundi sem Kofi Annan, framkvæmdastjóri samtakanna, boðaði til þar sem átti að hefja undirbúning að skipan og hlutverki fjölþjóðlegs herliðs sem hefði það verkefni að tryggja frið í Líbanon. Fundurinn átti að hefjast síðdegis í dag. Ástæðan fyrir því að honum var frestað mun vera sú að sendifulltrúar ýmissa ríkja vilja að það liggi betur fyrir hver stefnan til framtíðar verði í Mið-Austurlöndum. Bush Bandaríkjaforseti sakaði í dag Írana um að útvega Hizbollah skæruliðum í Suður-Líbanon vopn og fjárstuðning. Hann krafðist þess að stjórnvöld í Teheran hættu því. Auk þess hvatti hann Sýrlendinga til að hætta stuðningi við hryðjuverkamenn og að virða fullveldi Líbanons.
Erlent Fréttir Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent „Málið er fast“ Innlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira