Innlent

Segist hafa greitt skatta sem nái til þátta í skýrslutöku

MYND/Pjetur

Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, segir að hann hafi þegar greitt 66 milljónir króna í skatta sem nái til þeirra þátta sem hann hafi verið boðaður til skýrslutöku vegna hjá ríkislögreglustjóra í lok mánaðarins. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Jóni.

Þar segir hann að í Morgunblaðinu í dag sé fullyrt að áætluð skattalagabrot hans séu 194 milljónir. Hann hafi fengið endurálagningu vegna áranna 1998-2003 að upphæð um 66 milljónum króna í byrjun ársins og að sú endurálagning nái til sömu þátta og hann hafi verið boðaður til skýrslutöku vegna hjá embætti Ríkislögreglustjóra. Sú upphæð hafi þegar verið greidd en málið kært til yfirskattanefndar þar sem það sé nú og sé niðurstöðu að vænta í haust.

Jón segir enn fremur að hann hafi ávallt greitt skatta sína hér á landi. Á síðasta ári hafi hann greitt um 98 milljónir í ríkissjóð. Hann skorist ekki undan þeirri ábyrgð að greiða skatta hér á landi og mun áfram gera það.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×