Innlent

Jónínubréf á Netið



Tölvupóstur, sem virðist innihalda afar viðkvæm og persónuleg einkabréf á milli Jónínu Benediktsdóttur og Styrmis Gunnarssonar, ritstjóra Morgunblaðsins, hefur verið settur á bloggsíðu sem hýst er í Bandaríkjunum. Lögmaður Jónínu segir málið verða kært til lögreglu, en slóð þessara bréfa verði væntanlega hægt að rekja til þeirra sem létu Fréttablaðinu í té tölvupóst sömu aðila.

Á bloggsíðu sem er í nafni "maggarefur" og hýst af fyrirtækinu blogsource með höfuðstöðvar í Los Angeles eru birtir tölvupóstar á milli Jónínu Ben og Styrmis. Að sumu leiti eru þetta póstar sem Fréttablaðið birti úr í haust og fjölluðu um Baugsmál og meint pólitísk plott. En inná milli eru póstar sem eru afar persónulegir.

Jónína vildi ekkert tjá sig um þetta mál og vísaði á Hróbjart Jónatansson, lögmann sinn. Hann bendir á að það sé auðvellt að falsa tölvupósta og ekkert sem segi að þessi póstur sé ófalsaður. Þetta brjóti þó vissulega gegn hegingarlögum og að þó að erfitt geti reynst að stöðva útbreiðslu þessara pósta á netinu sé hægt að koma lögum yfir þá sem upphaflega komu þeim í dreifingu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×