Innlent

Málflutningi í Baugsmálinu lokið

Málflutningi verjenda í Baugsmálinu er lokið og það hefur nú verið dómtekið.Málflutningur verjenda hófst rétt fyrir klukkan tvö í dag. Verjendur kusu að flytja mál sitt í tvennu lagi, annars vegar fjölluðu þeir um þá ákæruliði er snúa að brotum á lögum um ársreikninga og hins vegar að þeim ákærum er varða brot á tollalögum. Búast má við að dómur verði kveðinn upp innan þriggja vikna.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×