Fjölskyldu bjargað úr grjótroki 5. nóvember 2006 18:45 Vitlaust veður er nú á austanverðu landinu. Allar rúður brotnuðu í bíl erlendra ferðamanna sem voru á ferð um Möðrudalsöræfi. Þakplötur hafa fokið víða um land og eitt af elstu trjám Reykjavíkur rifnaði upp með rótum. Mestur vindur mældist fimmtíu metrar á sekúndu í verstu hviðum á Snæfellsnesi. Í fyrsta sinn í fjögur ár lá allt millilandaflug niðri til hádegis. Veðrið færðist austur yfir landið upp úr hádegi í dag og búist er við að vonskuveður verði fram á kvöldið á Austurlandi. Þakplötur hafa fokið víða um land, meðal annars fauk þakið af gamla íþróttahúsinu við Reykjaskóla í Hrútafirði en þar komst vindurinn í fjörutíu og sjö metra á sekúndu í verstu hviðum. Björgunarsveitarbíll fór upp á Möðrudalsöræfi upp úr hádegi í dag að sækja þangað fjölskyldu sem hafði lent í grjótroki svo miklu að allar rúður í bílnum voru brotnar. (Bíllinn var skilinn eftir og fjölskyldan fór með björgunarsveitinni aftur til byggða. Björgunarsveitarbíllinn var stórskemmdur og brotnuðu nokkrar rúður í grjótrokinu á leiðinni. Farþegum þriggja annarra bíla var komið til hjálpar á þessu svæði. Ferðalangarnir eru ómeiddir og dvelja nú í Möðrudal á Fjöllum. Ekkert ferðaveður er þessa stundina á Möðrudalsöræfum og var veginum lokað af lögreglunni í dag sem og veginum frá Egilstöðum til Mývatns. Sandvíkurheiðin milli Vopnafjarðar og Bakkafjarðar hefur einnig verið lokað. Veðrið gekk niður sunnanlands upp úr hádegi. Sjógangurinn var slíkur á Suðurnesjum í morgun að sjórinn flæddi upp á bryggjur í Keflavíkurhöfn og fiskikör fóru í sjóinn. Í Sandgerði fuku fiskikör eins og pappakasssar og lágu á víð og dreif um bæinn. Í Reykjavík fuku trampólín og fellihýsi feyktust til enda sló vindurinn upp í þrjátíu og þrjá metra í verstu hviðum um hádegið en slíkur ofsi er sjaldgæfur í höfuðborginni. Þá rifnaði eitt af elstu trjám Reykjavíkur við Sóleyjargötuna upp með rótum og lenti á tveimur bílum. Á Seltjarnarnesi gekk fjaran nánast upp á land þar sem grjóthnullungar höfðu kastast yfir varnargarðinn. Á Akureyri fuku þakplötur og vinnupallar voru nálægt hruni og var mikið annríki nyrðra. Veðrið gekk þar niður undir kaffileytið. Allt flug lá niðri í morgun vegna veðurs og hefur það ekki gerst í fjögur ár að öllu flugi hafi verið vísað frá landinu. Flugi til Bíldudals og Ísafjarðar hefur verið aflýst í dag en athugað verður með flug til og frá Akureyri og Egilsstöðum klukkan sjö. Allar vélar sem áttu að fljúga frá landinu í dag hafa farið nú eftir hádegið - nema að aflýsa varð flugi til Bandaríkjanna. Röskunin í dag mun hins vegar valda umtalsverðum seinkunum á öllu flugi á morgun. Fréttir Innlent Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Sjá meira
Vitlaust veður er nú á austanverðu landinu. Allar rúður brotnuðu í bíl erlendra ferðamanna sem voru á ferð um Möðrudalsöræfi. Þakplötur hafa fokið víða um land og eitt af elstu trjám Reykjavíkur rifnaði upp með rótum. Mestur vindur mældist fimmtíu metrar á sekúndu í verstu hviðum á Snæfellsnesi. Í fyrsta sinn í fjögur ár lá allt millilandaflug niðri til hádegis. Veðrið færðist austur yfir landið upp úr hádegi í dag og búist er við að vonskuveður verði fram á kvöldið á Austurlandi. Þakplötur hafa fokið víða um land, meðal annars fauk þakið af gamla íþróttahúsinu við Reykjaskóla í Hrútafirði en þar komst vindurinn í fjörutíu og sjö metra á sekúndu í verstu hviðum. Björgunarsveitarbíll fór upp á Möðrudalsöræfi upp úr hádegi í dag að sækja þangað fjölskyldu sem hafði lent í grjótroki svo miklu að allar rúður í bílnum voru brotnar. (Bíllinn var skilinn eftir og fjölskyldan fór með björgunarsveitinni aftur til byggða. Björgunarsveitarbíllinn var stórskemmdur og brotnuðu nokkrar rúður í grjótrokinu á leiðinni. Farþegum þriggja annarra bíla var komið til hjálpar á þessu svæði. Ferðalangarnir eru ómeiddir og dvelja nú í Möðrudal á Fjöllum. Ekkert ferðaveður er þessa stundina á Möðrudalsöræfum og var veginum lokað af lögreglunni í dag sem og veginum frá Egilstöðum til Mývatns. Sandvíkurheiðin milli Vopnafjarðar og Bakkafjarðar hefur einnig verið lokað. Veðrið gekk niður sunnanlands upp úr hádegi. Sjógangurinn var slíkur á Suðurnesjum í morgun að sjórinn flæddi upp á bryggjur í Keflavíkurhöfn og fiskikör fóru í sjóinn. Í Sandgerði fuku fiskikör eins og pappakasssar og lágu á víð og dreif um bæinn. Í Reykjavík fuku trampólín og fellihýsi feyktust til enda sló vindurinn upp í þrjátíu og þrjá metra í verstu hviðum um hádegið en slíkur ofsi er sjaldgæfur í höfuðborginni. Þá rifnaði eitt af elstu trjám Reykjavíkur við Sóleyjargötuna upp með rótum og lenti á tveimur bílum. Á Seltjarnarnesi gekk fjaran nánast upp á land þar sem grjóthnullungar höfðu kastast yfir varnargarðinn. Á Akureyri fuku þakplötur og vinnupallar voru nálægt hruni og var mikið annríki nyrðra. Veðrið gekk þar niður undir kaffileytið. Allt flug lá niðri í morgun vegna veðurs og hefur það ekki gerst í fjögur ár að öllu flugi hafi verið vísað frá landinu. Flugi til Bíldudals og Ísafjarðar hefur verið aflýst í dag en athugað verður með flug til og frá Akureyri og Egilsstöðum klukkan sjö. Allar vélar sem áttu að fljúga frá landinu í dag hafa farið nú eftir hádegið - nema að aflýsa varð flugi til Bandaríkjanna. Röskunin í dag mun hins vegar valda umtalsverðum seinkunum á öllu flugi á morgun.
Fréttir Innlent Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Sjá meira