Ofbeldi gegn börnum tilkynnt 940 sinnum 9. september 2006 03:30 Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. Fjölga verður í barnaverndarnefndum til að sinna fjölgun barnaverndarmála. Hátt á sjötta þúsund tilkynningar bárust barnaverndarnefndum á síðasta ári. Um sextán prósent voru vegna ofbeldis gegn börnum og þrjátíu prósent vegna vanrækslu. Forstjóri Barnaverndarstofu hefur áhyggjur af stöðu mála.Barnaverndarstofu bárust 5.879 tilkynningar árið 2005 sem jafngildir því að sextán tilkynningar hafi borist daglega. Tilkynningum fjölgaði um 236 frá árinu 2004 en þá voru þær 5.643. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu frá Barnaverndarstofu. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir það áhyggjuefni að ekki hafi verið fjölgað í barnaverndarnefndum þrátt fyrir gríðarlega fjölgun barnaverndarmála. „Sveitarstjórnir þurfa að taka sig saman og leggja meira í þennan málaflokk svo hægt verði að sinna þessum málum með viðunandi hætti." Fjölgun barnaverndarmála. Flestar barnaverndartilkynningar berast frá lögreglunni eða rúmlega helmingur allra tilkynninga. Síðustu ár hafa á þriðja hundrað börn dvalið hjá fósturforeldrum árlega. Bragi segir að um þrjú til fimm mál komi upp á ári þar sem börn séu tekin af foreldrum sínum en að flest úrræði séu reynd áður en til þess komi að svipta foreldra forsjá. „Færri börn eru send í varanlegt fóstur nú en áður en þeim hefur fjölgað sem eru send í skammtímafóstur," segir Bragi. „Þá er fjölgun á annars konar stuðningsúrræðum sem notuð eru til að aðstoða foreldra við að ná betri tökum á foreldrahlutverkinu." Árið 2004 bárust flestar tilkynningar frá lögreglu eða rétt rúmlega helmingur. Opinberir aðilar tilkynna þrjú af hverjum fjórum málum en ættingjar, nágrannar og aðrir nákomnir barninu tilkynna í einu af hverjum fjórum tilfellum. Árið 2005 bárust 221 tilkynningar um barnaverndarmál í gegnum neyðarlínuna, 112, og segir Bragi þetta samstarf eiga að auðvelda almenningi að tilkynna mál til barnaverndaryfirvalda. Í fyrra skiptust ástæður tilkynninga þannig að 30,3 prósent voru vegna vanrækslu, 15,8 prósent vegna ofbeldis, 53,8 prósent vegna áhættuhegðunar og 0,2 prósent vegna þess að heilsa eða líf ófædds barns var í hættu. Innlent Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Hátt á sjötta þúsund tilkynningar bárust barnaverndarnefndum á síðasta ári. Um sextán prósent voru vegna ofbeldis gegn börnum og þrjátíu prósent vegna vanrækslu. Forstjóri Barnaverndarstofu hefur áhyggjur af stöðu mála.Barnaverndarstofu bárust 5.879 tilkynningar árið 2005 sem jafngildir því að sextán tilkynningar hafi borist daglega. Tilkynningum fjölgaði um 236 frá árinu 2004 en þá voru þær 5.643. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu frá Barnaverndarstofu. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir það áhyggjuefni að ekki hafi verið fjölgað í barnaverndarnefndum þrátt fyrir gríðarlega fjölgun barnaverndarmála. „Sveitarstjórnir þurfa að taka sig saman og leggja meira í þennan málaflokk svo hægt verði að sinna þessum málum með viðunandi hætti." Fjölgun barnaverndarmála. Flestar barnaverndartilkynningar berast frá lögreglunni eða rúmlega helmingur allra tilkynninga. Síðustu ár hafa á þriðja hundrað börn dvalið hjá fósturforeldrum árlega. Bragi segir að um þrjú til fimm mál komi upp á ári þar sem börn séu tekin af foreldrum sínum en að flest úrræði séu reynd áður en til þess komi að svipta foreldra forsjá. „Færri börn eru send í varanlegt fóstur nú en áður en þeim hefur fjölgað sem eru send í skammtímafóstur," segir Bragi. „Þá er fjölgun á annars konar stuðningsúrræðum sem notuð eru til að aðstoða foreldra við að ná betri tökum á foreldrahlutverkinu." Árið 2004 bárust flestar tilkynningar frá lögreglu eða rétt rúmlega helmingur. Opinberir aðilar tilkynna þrjú af hverjum fjórum málum en ættingjar, nágrannar og aðrir nákomnir barninu tilkynna í einu af hverjum fjórum tilfellum. Árið 2005 bárust 221 tilkynningar um barnaverndarmál í gegnum neyðarlínuna, 112, og segir Bragi þetta samstarf eiga að auðvelda almenningi að tilkynna mál til barnaverndaryfirvalda. Í fyrra skiptust ástæður tilkynninga þannig að 30,3 prósent voru vegna vanrækslu, 15,8 prósent vegna ofbeldis, 53,8 prósent vegna áhættuhegðunar og 0,2 prósent vegna þess að heilsa eða líf ófædds barns var í hættu.
Innlent Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira