Tippaði á sigur Dana á norsku Lengjunni 9. september 2006 06:00 Danski knattspyrnumaðurinn Allan Borgvardt sleit fyrir skömmu krossbönd í hné og verður frá næstu 6-8 mánuðina. Hann lék með FH í þrjú ár og var tvívegis kjörinn knattspyrnumaður ársins. Í fyrra fór hann til Noregs og samdi við 1. deildarliðið Bryne, þar sem hann hefur slegið í gegn og er markahæsti leikmaður liðsins með níu mörk. "Ég var á æfingu á laugardegi og var svolítið þreyttur, sem þýddi að fæturnir gátu ekki fylgt eftir þeim hreyfingum sem ég hafði í huga. Ég var svo að fara til vinstri og vildi skipta yfir til hægri en líkaminn náði ekki að svara og ég vissi strax að eitthvað mikið var að," sagði Borgvardt við Fréttablaðið. Hann hefur ekki enn gengist undir aðgerð en gerir það væntanlega á næstu tveimur vikum. "Svona er fótboltinn bara. Nú verð ég bara að ná mér og koma aftur enn betri." Borgvardt er samningsbundinn Bryne út næsta tímabil og stefnir að því að vera orðinn klár þegar nýtt tímabil hefst í vor. Liðið er sem stendur í fjórða sæti norsku 1. deildarinnar. "Við höfum misst marga leiki í jafntefli í sumar og tapað þannig mörgum stigum. Við erum því að berjast um þriðja sæti, sem veitir umspilsrétt um laust sæti í úrvalsdeildinni." Hann er þó ánægður með lífið í Noregi. "Við höfum komið okkur vel fyrir og fjölskyldan er ánægð. Það er stutt að fara til Stafangurs og það er gott að búa hér," segir Borgvardt, sem hefur fylgst vel með íslenska boltanum. "Ég fylgist eins vel og ég get með FH og íslensku deildinni og ég hef séð að liðinu hefur gengið vel. Ég er alltaf í góðu sambandi við dönsku leikmennina í félaginu og aðra leikmenn einnig. Ég sá reyndar ekki landsleik Íslands og Danmerkur þar sem hann stóð ekki til boða í norsku sjónvarpi en ég var ánægður með úrslitin, sérstaklega þar sem ég var með rétt úrslit á leiknum á Lengjuseðlinum mínum." Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira
Danski knattspyrnumaðurinn Allan Borgvardt sleit fyrir skömmu krossbönd í hné og verður frá næstu 6-8 mánuðina. Hann lék með FH í þrjú ár og var tvívegis kjörinn knattspyrnumaður ársins. Í fyrra fór hann til Noregs og samdi við 1. deildarliðið Bryne, þar sem hann hefur slegið í gegn og er markahæsti leikmaður liðsins með níu mörk. "Ég var á æfingu á laugardegi og var svolítið þreyttur, sem þýddi að fæturnir gátu ekki fylgt eftir þeim hreyfingum sem ég hafði í huga. Ég var svo að fara til vinstri og vildi skipta yfir til hægri en líkaminn náði ekki að svara og ég vissi strax að eitthvað mikið var að," sagði Borgvardt við Fréttablaðið. Hann hefur ekki enn gengist undir aðgerð en gerir það væntanlega á næstu tveimur vikum. "Svona er fótboltinn bara. Nú verð ég bara að ná mér og koma aftur enn betri." Borgvardt er samningsbundinn Bryne út næsta tímabil og stefnir að því að vera orðinn klár þegar nýtt tímabil hefst í vor. Liðið er sem stendur í fjórða sæti norsku 1. deildarinnar. "Við höfum misst marga leiki í jafntefli í sumar og tapað þannig mörgum stigum. Við erum því að berjast um þriðja sæti, sem veitir umspilsrétt um laust sæti í úrvalsdeildinni." Hann er þó ánægður með lífið í Noregi. "Við höfum komið okkur vel fyrir og fjölskyldan er ánægð. Það er stutt að fara til Stafangurs og það er gott að búa hér," segir Borgvardt, sem hefur fylgst vel með íslenska boltanum. "Ég fylgist eins vel og ég get með FH og íslensku deildinni og ég hef séð að liðinu hefur gengið vel. Ég er alltaf í góðu sambandi við dönsku leikmennina í félaginu og aðra leikmenn einnig. Ég sá reyndar ekki landsleik Íslands og Danmerkur þar sem hann stóð ekki til boða í norsku sjónvarpi en ég var ánægður með úrslitin, sérstaklega þar sem ég var með rétt úrslit á leiknum á Lengjuseðlinum mínum."
Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira