Sátt næst um hryðjuverkafrumvarp Bush 22. september 2006 12:00 MYND/AP Náðst hefur samkomulag um umdeilt hryðjuverkafrumvarp Bush Bandaríkjaforseta. Frumvarpið lýtur meðal annars að því hversu langt bandaríska leyniþjónustan má ganga í yfirheyrslum á hryðjuverkamönnum. Þetta þýðir að hryðjuverkafrumvarp Bush getur nú farið til lokaumræðu á þingi og Rebúblikanaflokkurinn getur beint sjónum fjölmiðla að öðru en innanflokksdeilum nú þegar styttist óðum í þingkosningar í landinu, en þær verða haldnar í nóvember. Öldungardeildarþingmaðurinn John McCain var einn þriggja þingmanna flokksins sem sögðu Bush að hann gæti ekki komið hryðjuverkafrumvarpi sínu óbreyttu í gengum þingið. Það væri ljóst að Bandaríkjamenn myndu virða Genfarsáttmálann um meðferð á stríðsföngum og því skýlaus krafa þeirra þriggja að pyntingar á meintum hryðjuverkamönnum yrðu ekki leyfðar. Samkomulagið felur meðal annars í sér að Bush féll frá þeirri kröfu sinni að ekki sé hægt að sækja til saka þá fulltrúa bandarísku leyniþjónustunnar sem sinna yfirheyrslum. Samkomulagið felur það einnig í sér að ríkisstjórn Bush getur hafið á ný herréttarhöld yfir meintum hryðjuverkamönnum í Guantanamo-fangelsinu en þeim var frestað í júní síðastliðnum. Lögfræðingar þeirra ákærðu fá hins vegar aukinn rétt á að sjá þau sönnunargögn sem eru gegn þeim. Talið er að fjögurhundruð og sextíu fangar séu í haldi í Guantanamo. Fangabúðir Bandaríkjamanna í Guantanamo á Kúbu hafa nú verið starfræktar í fjögur og hálft ár. Þar eru vistaðir meintir hryðjuverkamenn. Gagnrýni á stjórnvöld í Bandaríkjnum hefur aukist á síðustu árum vegna búðanna. Bush fagnaði samkomulaginu mikið og sagði hryðjuverkalögin eitt helsta tækið sem stjórnvöld hefðu til að vernda landið. Erlent Fréttir Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Náðst hefur samkomulag um umdeilt hryðjuverkafrumvarp Bush Bandaríkjaforseta. Frumvarpið lýtur meðal annars að því hversu langt bandaríska leyniþjónustan má ganga í yfirheyrslum á hryðjuverkamönnum. Þetta þýðir að hryðjuverkafrumvarp Bush getur nú farið til lokaumræðu á þingi og Rebúblikanaflokkurinn getur beint sjónum fjölmiðla að öðru en innanflokksdeilum nú þegar styttist óðum í þingkosningar í landinu, en þær verða haldnar í nóvember. Öldungardeildarþingmaðurinn John McCain var einn þriggja þingmanna flokksins sem sögðu Bush að hann gæti ekki komið hryðjuverkafrumvarpi sínu óbreyttu í gengum þingið. Það væri ljóst að Bandaríkjamenn myndu virða Genfarsáttmálann um meðferð á stríðsföngum og því skýlaus krafa þeirra þriggja að pyntingar á meintum hryðjuverkamönnum yrðu ekki leyfðar. Samkomulagið felur meðal annars í sér að Bush féll frá þeirri kröfu sinni að ekki sé hægt að sækja til saka þá fulltrúa bandarísku leyniþjónustunnar sem sinna yfirheyrslum. Samkomulagið felur það einnig í sér að ríkisstjórn Bush getur hafið á ný herréttarhöld yfir meintum hryðjuverkamönnum í Guantanamo-fangelsinu en þeim var frestað í júní síðastliðnum. Lögfræðingar þeirra ákærðu fá hins vegar aukinn rétt á að sjá þau sönnunargögn sem eru gegn þeim. Talið er að fjögurhundruð og sextíu fangar séu í haldi í Guantanamo. Fangabúðir Bandaríkjamanna í Guantanamo á Kúbu hafa nú verið starfræktar í fjögur og hálft ár. Þar eru vistaðir meintir hryðjuverkamenn. Gagnrýni á stjórnvöld í Bandaríkjnum hefur aukist á síðustu árum vegna búðanna. Bush fagnaði samkomulaginu mikið og sagði hryðjuverkalögin eitt helsta tækið sem stjórnvöld hefðu til að vernda landið.
Erlent Fréttir Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira