Sátt næst um hryðjuverkafrumvarp Bush 22. september 2006 12:00 MYND/AP Náðst hefur samkomulag um umdeilt hryðjuverkafrumvarp Bush Bandaríkjaforseta. Frumvarpið lýtur meðal annars að því hversu langt bandaríska leyniþjónustan má ganga í yfirheyrslum á hryðjuverkamönnum. Þetta þýðir að hryðjuverkafrumvarp Bush getur nú farið til lokaumræðu á þingi og Rebúblikanaflokkurinn getur beint sjónum fjölmiðla að öðru en innanflokksdeilum nú þegar styttist óðum í þingkosningar í landinu, en þær verða haldnar í nóvember. Öldungardeildarþingmaðurinn John McCain var einn þriggja þingmanna flokksins sem sögðu Bush að hann gæti ekki komið hryðjuverkafrumvarpi sínu óbreyttu í gengum þingið. Það væri ljóst að Bandaríkjamenn myndu virða Genfarsáttmálann um meðferð á stríðsföngum og því skýlaus krafa þeirra þriggja að pyntingar á meintum hryðjuverkamönnum yrðu ekki leyfðar. Samkomulagið felur meðal annars í sér að Bush féll frá þeirri kröfu sinni að ekki sé hægt að sækja til saka þá fulltrúa bandarísku leyniþjónustunnar sem sinna yfirheyrslum. Samkomulagið felur það einnig í sér að ríkisstjórn Bush getur hafið á ný herréttarhöld yfir meintum hryðjuverkamönnum í Guantanamo-fangelsinu en þeim var frestað í júní síðastliðnum. Lögfræðingar þeirra ákærðu fá hins vegar aukinn rétt á að sjá þau sönnunargögn sem eru gegn þeim. Talið er að fjögurhundruð og sextíu fangar séu í haldi í Guantanamo. Fangabúðir Bandaríkjamanna í Guantanamo á Kúbu hafa nú verið starfræktar í fjögur og hálft ár. Þar eru vistaðir meintir hryðjuverkamenn. Gagnrýni á stjórnvöld í Bandaríkjnum hefur aukist á síðustu árum vegna búðanna. Bush fagnaði samkomulaginu mikið og sagði hryðjuverkalögin eitt helsta tækið sem stjórnvöld hefðu til að vernda landið. Erlent Fréttir Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Sjá meira
Náðst hefur samkomulag um umdeilt hryðjuverkafrumvarp Bush Bandaríkjaforseta. Frumvarpið lýtur meðal annars að því hversu langt bandaríska leyniþjónustan má ganga í yfirheyrslum á hryðjuverkamönnum. Þetta þýðir að hryðjuverkafrumvarp Bush getur nú farið til lokaumræðu á þingi og Rebúblikanaflokkurinn getur beint sjónum fjölmiðla að öðru en innanflokksdeilum nú þegar styttist óðum í þingkosningar í landinu, en þær verða haldnar í nóvember. Öldungardeildarþingmaðurinn John McCain var einn þriggja þingmanna flokksins sem sögðu Bush að hann gæti ekki komið hryðjuverkafrumvarpi sínu óbreyttu í gengum þingið. Það væri ljóst að Bandaríkjamenn myndu virða Genfarsáttmálann um meðferð á stríðsföngum og því skýlaus krafa þeirra þriggja að pyntingar á meintum hryðjuverkamönnum yrðu ekki leyfðar. Samkomulagið felur meðal annars í sér að Bush féll frá þeirri kröfu sinni að ekki sé hægt að sækja til saka þá fulltrúa bandarísku leyniþjónustunnar sem sinna yfirheyrslum. Samkomulagið felur það einnig í sér að ríkisstjórn Bush getur hafið á ný herréttarhöld yfir meintum hryðjuverkamönnum í Guantanamo-fangelsinu en þeim var frestað í júní síðastliðnum. Lögfræðingar þeirra ákærðu fá hins vegar aukinn rétt á að sjá þau sönnunargögn sem eru gegn þeim. Talið er að fjögurhundruð og sextíu fangar séu í haldi í Guantanamo. Fangabúðir Bandaríkjamanna í Guantanamo á Kúbu hafa nú verið starfræktar í fjögur og hálft ár. Þar eru vistaðir meintir hryðjuverkamenn. Gagnrýni á stjórnvöld í Bandaríkjnum hefur aukist á síðustu árum vegna búðanna. Bush fagnaði samkomulaginu mikið og sagði hryðjuverkalögin eitt helsta tækið sem stjórnvöld hefðu til að vernda landið.
Erlent Fréttir Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Sjá meira