Nýjar árásir á Gaza-strönd 2. nóvember 2006 06:45 Jarðarför í Beit Lahija. Ættingi eins af palestínsku stríðsmönnunum, sem féllu í árás Ísraelshers í gærmorgun, fórnar höndum í jarðarför hans, sem fór fram strax í gær. Ísraelski herinn beitti bæði skriðdrekum og þyrlum í árásinni auk fótgönguliða. MYND/AP Gaza-borg, AP Ísraelskir hermenn drápu að minnsta kosti sex Palestínumenn í árás á Gaza-strönd snemma í gærmorgun. Einnig féll einn ísraelskur hermaður. Árás ísraelska hersins var með þeim stærstu frá því Ísraelar réðust á ný inn á Gaza-strönd í sumar. Ísraelski herinn beitti bæði skriðdrekum og þyrlum í árásinni, auk fótgönguliða. Árásin beindist einkum að bænum Beit Hanoun, en Ísraelar halda því fram að þaðan hafi Palestínumenn skotið fjölmörgum flugskeytum yfir landamærin til Ísraels. Ísraelar yfirgáfu Gaza-strönd í september árið 2005 en herinn sneri aftur í júní í sumar til þess að bjarga ísraelskum hermanni úr klóm Palestínumanna, sem höfðu tekið hann í gíslingu. Í gær upplýstu Hezbollah-samtökin í Líbanon að samningaviðræður ættu sér stað milli Hezbollah og Ísraela um fangaskipti, einkum um afdrif tveggja ísraelskra hermanna, sem Hezbollah tóku höndum í sumar. Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, sagði að Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefði milligöngu um þessar viðræður, en þær færu engu að síður fram í fullri alvöru. Handtaka þessara tveggja hermanna varð Ísraelum tilefni til harðra árása á Líbanon í sumar. Nasrallah staðfesti jafnframt að Hezbollah-samtökin krefjist þess nú að fá stærri hlut í stjórn Líbanons, en samtökin, sem Ísraelar og Bandaríkjamenn segja hryðjuverkasamtök, hafa árum saman átt ráðherra í ríkisstjórn landsins. Nú krefjast samtökin þess að fá þriðjung ráðherra í stjórninni, sem gæfi þeim neitunarvald í mikilvægum málum. Á þriðjudaginn sagði Amir Peretz varnarmálaráðherra að nokkurra ára gamlar friðartillögur frá Sádi-Arabíu gætu orðið grunnur að nýjum friðarviðræðum. Tillögurnar snúast um það að Ísraelsmenn afhendi Palestínumönnum allt landsvæði sem Palestínumenn réðu yfir fyrir stríðið 1967 gegn því að samið verði um frið til frambúðar. „Þetta þýðir ekki að við föllumst á tillögur Sádi-Araba, en þær gætu verið grunnurinn,“ sagði Peretz, en hann er æðsti ráðamaður í Ísrael sem til þessa hefur viljað ljá máls á þessum tillögum frá Sádi-Arabíu. Erlent Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Spá hárri ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Fleiri fréttir Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Sjá meira
Gaza-borg, AP Ísraelskir hermenn drápu að minnsta kosti sex Palestínumenn í árás á Gaza-strönd snemma í gærmorgun. Einnig féll einn ísraelskur hermaður. Árás ísraelska hersins var með þeim stærstu frá því Ísraelar réðust á ný inn á Gaza-strönd í sumar. Ísraelski herinn beitti bæði skriðdrekum og þyrlum í árásinni, auk fótgönguliða. Árásin beindist einkum að bænum Beit Hanoun, en Ísraelar halda því fram að þaðan hafi Palestínumenn skotið fjölmörgum flugskeytum yfir landamærin til Ísraels. Ísraelar yfirgáfu Gaza-strönd í september árið 2005 en herinn sneri aftur í júní í sumar til þess að bjarga ísraelskum hermanni úr klóm Palestínumanna, sem höfðu tekið hann í gíslingu. Í gær upplýstu Hezbollah-samtökin í Líbanon að samningaviðræður ættu sér stað milli Hezbollah og Ísraela um fangaskipti, einkum um afdrif tveggja ísraelskra hermanna, sem Hezbollah tóku höndum í sumar. Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, sagði að Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefði milligöngu um þessar viðræður, en þær færu engu að síður fram í fullri alvöru. Handtaka þessara tveggja hermanna varð Ísraelum tilefni til harðra árása á Líbanon í sumar. Nasrallah staðfesti jafnframt að Hezbollah-samtökin krefjist þess nú að fá stærri hlut í stjórn Líbanons, en samtökin, sem Ísraelar og Bandaríkjamenn segja hryðjuverkasamtök, hafa árum saman átt ráðherra í ríkisstjórn landsins. Nú krefjast samtökin þess að fá þriðjung ráðherra í stjórninni, sem gæfi þeim neitunarvald í mikilvægum málum. Á þriðjudaginn sagði Amir Peretz varnarmálaráðherra að nokkurra ára gamlar friðartillögur frá Sádi-Arabíu gætu orðið grunnur að nýjum friðarviðræðum. Tillögurnar snúast um það að Ísraelsmenn afhendi Palestínumönnum allt landsvæði sem Palestínumenn réðu yfir fyrir stríðið 1967 gegn því að samið verði um frið til frambúðar. „Þetta þýðir ekki að við föllumst á tillögur Sádi-Araba, en þær gætu verið grunnurinn,“ sagði Peretz, en hann er æðsti ráðamaður í Ísrael sem til þessa hefur viljað ljá máls á þessum tillögum frá Sádi-Arabíu.
Erlent Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Spá hárri ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Fleiri fréttir Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Sjá meira