Erlent

Risarán í Smálöndum

Ræningjar sprengdu brynvarðan peningaflutningabíl frá Securitas fyrir utan bankaútibú Svebank í Rydaholm í Smálöndunum um áttaleytið í morgun. Sænskir fjölmiðlar segja ránið eitt það stærsta í ár og lögreglan leitar nú tveggja grímuklæddra og að því er virðist þaulskipulagðra ræningja.
Lögreglan segir vitni hafa heyrt tvær kröftugar sprengingar og þakið á bílnum er sprungið í tætlur. Hvorugur tveggja öryggisvarða sem gættu bílsins slasaðist í árásinni. Þá er sagt að ræningjarnir hafi yfirgefið staðinn í bláum fólksbíl, líklega VW golf. Síðar sást til ræningjanna á þjóðveginum þar sem þeir skiptu um flóttabíl og fluttu allt sitt yfir í bláan Volvo.
Forsvarsmenn bankans segja ekki víst að ræningjarnir hafi náð með sér nokkrum peningum, þannig að einhver galli hefur verið í skipulagningunni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×