Málið fer til Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg 4. apríl 2006 16:39 Gestur Jónsson. MYND/GVA Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í Baugsmálinu, segir að farið verði með málið til Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg þegar búið verði að útkljá alla anga þess fyrir íslenskum dómstólum. Hann býst ekki við að dómur vegna ákæruliðanna sem voru endurútgefnir í gær falli fyrr en í haust. Gestur Jónsson var gestur í Hádegisviðtalinu á NFS í dag þar sem hann var inntur eftir viðbrögðum við því að settur saksóknari í Baugsmálinu hefði ákveðið að gefa út ákæru í 19 af þeim 32 ákæruliðum sem vísað var frá Hæstarétti í október síðastliðnum. Þrír eru ákærðir í þetta sinn, skjólstæðingur Gests, Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, Tryggvi Jónsson, fyrrverandi forstjóri, og Jón Gerald Sullenberger sem hingað til hefur verið aðalvitni saksóknara. Gestur sagði að honum sýndist sem það væru 17 af þeim 32 liðum sem vísað var frá sem væru tilefni hinnar nýju ákæru. Hann vakti einnig athygli á því að nærri helmingur upphaflegu ákæruliðanna hefði verið látinn niður falla með öllu. Sem fyrr segir er Jón Gerald Sullenberger nú ákærður fyrir aðild að málinu. Gestur sagði aðspurður að hann fagnaði því ekki að maður væri ákærður. Hins vegar benti hann á að Jón Gerald hefði einn viðurkennt sök í málinu, aðrir hefðu lýst yfir sakleysi sínu. Gestur segir að farið verði með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu í Strassborg þegar búið verði að útkljá alla anga þess fyrir íslenskum dómstólum. Fyrr sé það ekki hægt. Hinir endurútgefnu ákæruliðir verða þingfestir fyrir Héraðsdómi þann 27. apríl næstkomandi og Gestur segir að farið verði fram á að málinu verði vísað frá. Hann reiknar ekki með skjótri niðurstöðu ef ekki verður fallist á það. Gestur segir að verjendur muni þá þurfa tíma til að afla sér frekari gagna í málinu og hann sjái ekki fyrir sér að dómur falli fyrr en í haust. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar Sjá meira
Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í Baugsmálinu, segir að farið verði með málið til Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg þegar búið verði að útkljá alla anga þess fyrir íslenskum dómstólum. Hann býst ekki við að dómur vegna ákæruliðanna sem voru endurútgefnir í gær falli fyrr en í haust. Gestur Jónsson var gestur í Hádegisviðtalinu á NFS í dag þar sem hann var inntur eftir viðbrögðum við því að settur saksóknari í Baugsmálinu hefði ákveðið að gefa út ákæru í 19 af þeim 32 ákæruliðum sem vísað var frá Hæstarétti í október síðastliðnum. Þrír eru ákærðir í þetta sinn, skjólstæðingur Gests, Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, Tryggvi Jónsson, fyrrverandi forstjóri, og Jón Gerald Sullenberger sem hingað til hefur verið aðalvitni saksóknara. Gestur sagði að honum sýndist sem það væru 17 af þeim 32 liðum sem vísað var frá sem væru tilefni hinnar nýju ákæru. Hann vakti einnig athygli á því að nærri helmingur upphaflegu ákæruliðanna hefði verið látinn niður falla með öllu. Sem fyrr segir er Jón Gerald Sullenberger nú ákærður fyrir aðild að málinu. Gestur sagði aðspurður að hann fagnaði því ekki að maður væri ákærður. Hins vegar benti hann á að Jón Gerald hefði einn viðurkennt sök í málinu, aðrir hefðu lýst yfir sakleysi sínu. Gestur segir að farið verði með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu í Strassborg þegar búið verði að útkljá alla anga þess fyrir íslenskum dómstólum. Fyrr sé það ekki hægt. Hinir endurútgefnu ákæruliðir verða þingfestir fyrir Héraðsdómi þann 27. apríl næstkomandi og Gestur segir að farið verði fram á að málinu verði vísað frá. Hann reiknar ekki með skjótri niðurstöðu ef ekki verður fallist á það. Gestur segir að verjendur muni þá þurfa tíma til að afla sér frekari gagna í málinu og hann sjái ekki fyrir sér að dómur falli fyrr en í haust.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar Sjá meira