Erlent

Náttúruverndarráð Noregs vill útrýma kóngakrabba í Noregi

Náttúruverndarráð Noregs vill að kóngakrabbar verði álitin umhverfisógn en ekki nytjategund og að veiðar á þeim verði auknar til þess að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu. Krabbinn er mesti vargur og leggst til dæmis á síldar- og loðnuhrogn. Hann er nýleg tegund í norskri lögsögu og skilur eftir sig sviðna jörð þar sem hann hefur farið um sjávarbotninn.

Norska þingið tekur líklega á þessu máli næsta vor og mun hugsanlega reyna að takmarka útbreiðslu kóngakrabbans til suðurs. Kóngakrabbi sem getur orðið gríðarlega stór, um tveir metrar á milli klóa.

Kóngakrabbar voru settir út af Rússum við strendur Kólaskaga við Norður-Noreg á árunum 1960-1970 til að gá hvort hann mundi ná að stækka og síðan ætluðu menn að veiða hann til matar. Hér er um mjög verðmæta afurð að ræða og vonir stóðu til að þarna væri hægt að koma á fót nýjum atvinnuvegi í Norðvestur-Rússlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×