Í kapphlaup um gjafmildi 28. júní 2006 05:00 Bill Gates, eiginkona hans Melinda Gates, og Warren Buffett Þau skýrðu sameiginlega frá rausnarlegri gjöf Buffets til líknarstofnunar Gates-hjónanna á blaðamannafundi um helgina. MYND/AP Rausnarleg gjöf bandaríska auðkýfingsins Warren Buffetts gæti orðið fleiri auðkýfingum fyrirmynd til þess að gefa stóran hluta auðæfa sinna til líknarmála af ýmsu tagi. "Ég er viss um að það er fullt af ungum auðkýfingum sem hafa grætt á tá og fingri og fylgjast vel með þessu," sagði Diana Aviv, forseti og framkvæmdastjóri samtakanna Independent Sector, sem er bandalag um það bil 550 líknarstofnana og fyrirtækja í Bandaríkjunum sem stunda það skipulega að gefa fé til líknarmála. Gates-stofnunin er innan vébanda þessara samtaka. "Þessir viðskiptaleiðtogar eru átrúnaðargoð margra," segir Aviv og nefnir einnig til sögunnar fleiri gjafmilda auðkýfinga á borð við Andrew Carnegie, John D. Rockefeller og W.K.K. Kellogg. Buffett er talinn vera næstríkasti maður heims. Hann skýrði frá því á sunnudaginn að hann ætli sér að gefa 1,5 milljarða dali á ári til Gates-stofnunarinnar, en sú upphæð samsvarar um það bil 114 milljörðum íslenskra króna. Á mánudaginn skýrði Buffett svo frá því að hann myndi ekki láta nema lítinn hlut auðæfa sinna renna í arf til barna sinna, og gaf þá skýringu að hann væri ekkert sérstaklega mikið fyrir fjölskylduauðæfi, "ekki síst þegar hinn kosturinn eru sex milljónir manna," sem geta notið góðs af fénu. Þeir Buffett og Bill Gates kynntust fyrir rúmlega áratug og hittast reglulega til að spila brids. Með framlagi Buffets nánast tvöfaldast framlag Gates-stofnunarinnar til líknarmála á ári. Sérstaka athygli hefur vakið að Buffett gerir enga kröfu um að nafn sitt sé á neinn hátt tengt þeim gjafaverkefnum, sem fé hans verður notað í. "Þegar svona mikið fé er til að spila úr hafa gefendurnir oftast farið þá leið að gera þetta sjálfir, og hafa sjálfir umsjón með hlutunum," segir Doug Bauer, en hann er aðstoðarforseti ráðgjafastofnunarinnar Rockefeller Philanthropy Advisors í New York. Sú stofnun veitir einstaklingum, stofnunum og fyrirtækjum aðstoð við að skipuleggja gjafastarfsemi.Bauer segist vonast til þess að gjöf Buffetts verði öðrum auðkýfingum hvatning til þess að taka saman höndum frekar en að vinna hver í sínu lagi að sömu markmiðunum. Erlent Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Sjá meira
Rausnarleg gjöf bandaríska auðkýfingsins Warren Buffetts gæti orðið fleiri auðkýfingum fyrirmynd til þess að gefa stóran hluta auðæfa sinna til líknarmála af ýmsu tagi. "Ég er viss um að það er fullt af ungum auðkýfingum sem hafa grætt á tá og fingri og fylgjast vel með þessu," sagði Diana Aviv, forseti og framkvæmdastjóri samtakanna Independent Sector, sem er bandalag um það bil 550 líknarstofnana og fyrirtækja í Bandaríkjunum sem stunda það skipulega að gefa fé til líknarmála. Gates-stofnunin er innan vébanda þessara samtaka. "Þessir viðskiptaleiðtogar eru átrúnaðargoð margra," segir Aviv og nefnir einnig til sögunnar fleiri gjafmilda auðkýfinga á borð við Andrew Carnegie, John D. Rockefeller og W.K.K. Kellogg. Buffett er talinn vera næstríkasti maður heims. Hann skýrði frá því á sunnudaginn að hann ætli sér að gefa 1,5 milljarða dali á ári til Gates-stofnunarinnar, en sú upphæð samsvarar um það bil 114 milljörðum íslenskra króna. Á mánudaginn skýrði Buffett svo frá því að hann myndi ekki láta nema lítinn hlut auðæfa sinna renna í arf til barna sinna, og gaf þá skýringu að hann væri ekkert sérstaklega mikið fyrir fjölskylduauðæfi, "ekki síst þegar hinn kosturinn eru sex milljónir manna," sem geta notið góðs af fénu. Þeir Buffett og Bill Gates kynntust fyrir rúmlega áratug og hittast reglulega til að spila brids. Með framlagi Buffets nánast tvöfaldast framlag Gates-stofnunarinnar til líknarmála á ári. Sérstaka athygli hefur vakið að Buffett gerir enga kröfu um að nafn sitt sé á neinn hátt tengt þeim gjafaverkefnum, sem fé hans verður notað í. "Þegar svona mikið fé er til að spila úr hafa gefendurnir oftast farið þá leið að gera þetta sjálfir, og hafa sjálfir umsjón með hlutunum," segir Doug Bauer, en hann er aðstoðarforseti ráðgjafastofnunarinnar Rockefeller Philanthropy Advisors í New York. Sú stofnun veitir einstaklingum, stofnunum og fyrirtækjum aðstoð við að skipuleggja gjafastarfsemi.Bauer segist vonast til þess að gjöf Buffetts verði öðrum auðkýfingum hvatning til þess að taka saman höndum frekar en að vinna hver í sínu lagi að sömu markmiðunum.
Erlent Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Sjá meira