Samkeppniseftirlitið kallar á afnám margvíslegra gjalda 24. ágúst 2006 07:00 Páll Gunnar Pálsson Samkeppniseftirlitið telur nauðsynlegt að gripið verði til aðgerða til þess að auka hreyfanleika viðskiptavina bankanna. Geta fólks til að skipta um viðskiptabanka sé mikilvæg forsenda fyrir aukinni virkri samkeppni á markaðnum. Meðal þess sem Samkeppniseftirlitið leggur til er niðurfelling stimpilgjalds, afnám uppgreiðslugjalds af lánum og að takmörkuð verði samtvinnun þjónustu hjá bönkunum. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að nú verði gengið til viðræðna við bankana og stjórnvöld um þessi atriði og hann væntir niðurstaðna á næstu misserum. Hann kynnti í gær, ásamt Kristjáni Indriðasyni viðskiptafræðingi, nýja skýrslu norrænna samkeppniseftirlita um stöðuna á viðskiptabankamarkaði í löndunum. Kristján var fulltrúi Samkeppniseftirlitsins við vinnu skýrslunnar. Í henni kemur fram að samþjöppun á bankamarkaði hér sé mjög mikil, sem og reyndar á hinum Norðurlöndunum. „Þá er þekkt staðreynd að enginn erlendur banki í alhliða bankaþjónustu er starfandi á Íslandi, sem er galli út frá samkeppnislegu sjónarmiði,“ segir Páll Gunnar. Hann bætir við að einnig sé bent á að vaxtamunur hér sé meiri en erlendis, eignarhald á íslenskum greiðslukerfum og kortafyrirtækjum sé mjög samtvinnað og að viðskiptavinir bankanna skipti sjaldan eða ekki um banka. „Þetta er samnorrænt einkenni og aðgerða er þörf.“ Tilefni skýrslunnar var lítil hreyfing á viðskiptavinum bankanna og aðgangshindranir að mörkuðum sem ollu samkeppniseftirlitum á öllum Norðurlöndunum áhyggjum, segir Páll Gunnar. Hann segir að hér hafi þó verið tekin skref í rétta átt varðandi eignarhald á greiðslukortakerfum og aðgangi að sameiginlegum greiðslukerfum. „Hér hafa menn verið að vinna sig út úr ákveðnu gömlu sniði og við höfum trú á því að stefni í rétta átt, en betur má ef duga skal,“ segir hann og kveður ekki mega vera háð duttlungum þeirra sem fyrir eru hverjir fái aðgang að greiðslukerfunum. Hann segir mikilvægt að fá hingað erlenda banka, enda hefði það góð áhrif hér. Hann segir eins koma til greina að auðvelda fólki að eiga viðskipti við banka sem eru í öðrum löndum og þar geti internetið hjálpað. Eins segir í skýrslunni að örðugt geti verið að glöggva sig á hvaða banki býður best kjör, enda auki samtvinnun þjónustu og tryggðarkerfi flækjustig í þeim efnum. Er því lagt til að komið verði upp heimasíðu þar sem nálgast megi upplýsingar og samanburð á bönkunum. Þá er lagt til að búnar verði til sérstakar reglur um hvernig standa skuli að málum vilji fólk skipta um viðskiptabanka. Þá segir forstjóri Samkeppniseftirlitsins að lesa megi úr góðri afkomu bankanna að svigrúm hljóti að vera til aukinnar samkeppni. Með skýrslu samkeppniseftirlitanna segir hann búið að setja fram hugmyndir um það sem betur megi fara og leiðir til að ná þeim markmiðum. Við taki viðræður um þær leiðir. Innlent Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Samkeppniseftirlitið telur nauðsynlegt að gripið verði til aðgerða til þess að auka hreyfanleika viðskiptavina bankanna. Geta fólks til að skipta um viðskiptabanka sé mikilvæg forsenda fyrir aukinni virkri samkeppni á markaðnum. Meðal þess sem Samkeppniseftirlitið leggur til er niðurfelling stimpilgjalds, afnám uppgreiðslugjalds af lánum og að takmörkuð verði samtvinnun þjónustu hjá bönkunum. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að nú verði gengið til viðræðna við bankana og stjórnvöld um þessi atriði og hann væntir niðurstaðna á næstu misserum. Hann kynnti í gær, ásamt Kristjáni Indriðasyni viðskiptafræðingi, nýja skýrslu norrænna samkeppniseftirlita um stöðuna á viðskiptabankamarkaði í löndunum. Kristján var fulltrúi Samkeppniseftirlitsins við vinnu skýrslunnar. Í henni kemur fram að samþjöppun á bankamarkaði hér sé mjög mikil, sem og reyndar á hinum Norðurlöndunum. „Þá er þekkt staðreynd að enginn erlendur banki í alhliða bankaþjónustu er starfandi á Íslandi, sem er galli út frá samkeppnislegu sjónarmiði,“ segir Páll Gunnar. Hann bætir við að einnig sé bent á að vaxtamunur hér sé meiri en erlendis, eignarhald á íslenskum greiðslukerfum og kortafyrirtækjum sé mjög samtvinnað og að viðskiptavinir bankanna skipti sjaldan eða ekki um banka. „Þetta er samnorrænt einkenni og aðgerða er þörf.“ Tilefni skýrslunnar var lítil hreyfing á viðskiptavinum bankanna og aðgangshindranir að mörkuðum sem ollu samkeppniseftirlitum á öllum Norðurlöndunum áhyggjum, segir Páll Gunnar. Hann segir að hér hafi þó verið tekin skref í rétta átt varðandi eignarhald á greiðslukortakerfum og aðgangi að sameiginlegum greiðslukerfum. „Hér hafa menn verið að vinna sig út úr ákveðnu gömlu sniði og við höfum trú á því að stefni í rétta átt, en betur má ef duga skal,“ segir hann og kveður ekki mega vera háð duttlungum þeirra sem fyrir eru hverjir fái aðgang að greiðslukerfunum. Hann segir mikilvægt að fá hingað erlenda banka, enda hefði það góð áhrif hér. Hann segir eins koma til greina að auðvelda fólki að eiga viðskipti við banka sem eru í öðrum löndum og þar geti internetið hjálpað. Eins segir í skýrslunni að örðugt geti verið að glöggva sig á hvaða banki býður best kjör, enda auki samtvinnun þjónustu og tryggðarkerfi flækjustig í þeim efnum. Er því lagt til að komið verði upp heimasíðu þar sem nálgast megi upplýsingar og samanburð á bönkunum. Þá er lagt til að búnar verði til sérstakar reglur um hvernig standa skuli að málum vilji fólk skipta um viðskiptabanka. Þá segir forstjóri Samkeppniseftirlitsins að lesa megi úr góðri afkomu bankanna að svigrúm hljóti að vera til aukinnar samkeppni. Með skýrslu samkeppniseftirlitanna segir hann búið að setja fram hugmyndir um það sem betur megi fara og leiðir til að ná þeim markmiðum. Við taki viðræður um þær leiðir.
Innlent Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira