Samkeppniseftirlitið kallar á afnám margvíslegra gjalda 24. ágúst 2006 07:00 Páll Gunnar Pálsson Samkeppniseftirlitið telur nauðsynlegt að gripið verði til aðgerða til þess að auka hreyfanleika viðskiptavina bankanna. Geta fólks til að skipta um viðskiptabanka sé mikilvæg forsenda fyrir aukinni virkri samkeppni á markaðnum. Meðal þess sem Samkeppniseftirlitið leggur til er niðurfelling stimpilgjalds, afnám uppgreiðslugjalds af lánum og að takmörkuð verði samtvinnun þjónustu hjá bönkunum. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að nú verði gengið til viðræðna við bankana og stjórnvöld um þessi atriði og hann væntir niðurstaðna á næstu misserum. Hann kynnti í gær, ásamt Kristjáni Indriðasyni viðskiptafræðingi, nýja skýrslu norrænna samkeppniseftirlita um stöðuna á viðskiptabankamarkaði í löndunum. Kristján var fulltrúi Samkeppniseftirlitsins við vinnu skýrslunnar. Í henni kemur fram að samþjöppun á bankamarkaði hér sé mjög mikil, sem og reyndar á hinum Norðurlöndunum. „Þá er þekkt staðreynd að enginn erlendur banki í alhliða bankaþjónustu er starfandi á Íslandi, sem er galli út frá samkeppnislegu sjónarmiði,“ segir Páll Gunnar. Hann bætir við að einnig sé bent á að vaxtamunur hér sé meiri en erlendis, eignarhald á íslenskum greiðslukerfum og kortafyrirtækjum sé mjög samtvinnað og að viðskiptavinir bankanna skipti sjaldan eða ekki um banka. „Þetta er samnorrænt einkenni og aðgerða er þörf.“ Tilefni skýrslunnar var lítil hreyfing á viðskiptavinum bankanna og aðgangshindranir að mörkuðum sem ollu samkeppniseftirlitum á öllum Norðurlöndunum áhyggjum, segir Páll Gunnar. Hann segir að hér hafi þó verið tekin skref í rétta átt varðandi eignarhald á greiðslukortakerfum og aðgangi að sameiginlegum greiðslukerfum. „Hér hafa menn verið að vinna sig út úr ákveðnu gömlu sniði og við höfum trú á því að stefni í rétta átt, en betur má ef duga skal,“ segir hann og kveður ekki mega vera háð duttlungum þeirra sem fyrir eru hverjir fái aðgang að greiðslukerfunum. Hann segir mikilvægt að fá hingað erlenda banka, enda hefði það góð áhrif hér. Hann segir eins koma til greina að auðvelda fólki að eiga viðskipti við banka sem eru í öðrum löndum og þar geti internetið hjálpað. Eins segir í skýrslunni að örðugt geti verið að glöggva sig á hvaða banki býður best kjör, enda auki samtvinnun þjónustu og tryggðarkerfi flækjustig í þeim efnum. Er því lagt til að komið verði upp heimasíðu þar sem nálgast megi upplýsingar og samanburð á bönkunum. Þá er lagt til að búnar verði til sérstakar reglur um hvernig standa skuli að málum vilji fólk skipta um viðskiptabanka. Þá segir forstjóri Samkeppniseftirlitsins að lesa megi úr góðri afkomu bankanna að svigrúm hljóti að vera til aukinnar samkeppni. Með skýrslu samkeppniseftirlitanna segir hann búið að setja fram hugmyndir um það sem betur megi fara og leiðir til að ná þeim markmiðum. Við taki viðræður um þær leiðir. Innlent Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira
Samkeppniseftirlitið telur nauðsynlegt að gripið verði til aðgerða til þess að auka hreyfanleika viðskiptavina bankanna. Geta fólks til að skipta um viðskiptabanka sé mikilvæg forsenda fyrir aukinni virkri samkeppni á markaðnum. Meðal þess sem Samkeppniseftirlitið leggur til er niðurfelling stimpilgjalds, afnám uppgreiðslugjalds af lánum og að takmörkuð verði samtvinnun þjónustu hjá bönkunum. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að nú verði gengið til viðræðna við bankana og stjórnvöld um þessi atriði og hann væntir niðurstaðna á næstu misserum. Hann kynnti í gær, ásamt Kristjáni Indriðasyni viðskiptafræðingi, nýja skýrslu norrænna samkeppniseftirlita um stöðuna á viðskiptabankamarkaði í löndunum. Kristján var fulltrúi Samkeppniseftirlitsins við vinnu skýrslunnar. Í henni kemur fram að samþjöppun á bankamarkaði hér sé mjög mikil, sem og reyndar á hinum Norðurlöndunum. „Þá er þekkt staðreynd að enginn erlendur banki í alhliða bankaþjónustu er starfandi á Íslandi, sem er galli út frá samkeppnislegu sjónarmiði,“ segir Páll Gunnar. Hann bætir við að einnig sé bent á að vaxtamunur hér sé meiri en erlendis, eignarhald á íslenskum greiðslukerfum og kortafyrirtækjum sé mjög samtvinnað og að viðskiptavinir bankanna skipti sjaldan eða ekki um banka. „Þetta er samnorrænt einkenni og aðgerða er þörf.“ Tilefni skýrslunnar var lítil hreyfing á viðskiptavinum bankanna og aðgangshindranir að mörkuðum sem ollu samkeppniseftirlitum á öllum Norðurlöndunum áhyggjum, segir Páll Gunnar. Hann segir að hér hafi þó verið tekin skref í rétta átt varðandi eignarhald á greiðslukortakerfum og aðgangi að sameiginlegum greiðslukerfum. „Hér hafa menn verið að vinna sig út úr ákveðnu gömlu sniði og við höfum trú á því að stefni í rétta átt, en betur má ef duga skal,“ segir hann og kveður ekki mega vera háð duttlungum þeirra sem fyrir eru hverjir fái aðgang að greiðslukerfunum. Hann segir mikilvægt að fá hingað erlenda banka, enda hefði það góð áhrif hér. Hann segir eins koma til greina að auðvelda fólki að eiga viðskipti við banka sem eru í öðrum löndum og þar geti internetið hjálpað. Eins segir í skýrslunni að örðugt geti verið að glöggva sig á hvaða banki býður best kjör, enda auki samtvinnun þjónustu og tryggðarkerfi flækjustig í þeim efnum. Er því lagt til að komið verði upp heimasíðu þar sem nálgast megi upplýsingar og samanburð á bönkunum. Þá er lagt til að búnar verði til sérstakar reglur um hvernig standa skuli að málum vilji fólk skipta um viðskiptabanka. Þá segir forstjóri Samkeppniseftirlitsins að lesa megi úr góðri afkomu bankanna að svigrúm hljóti að vera til aukinnar samkeppni. Með skýrslu samkeppniseftirlitanna segir hann búið að setja fram hugmyndir um það sem betur megi fara og leiðir til að ná þeim markmiðum. Við taki viðræður um þær leiðir.
Innlent Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira