Ólíklegt að Venesúela fái sæti í Öryggisráði SÞ 16. október 2006 21:21 Eitthvað af því kynningarefni sem ríki hafa sent frá sér vegna baráttu um sæti í Öryggisráði SÞ næstu 2 árin. MYND/AP Litlar líkur eru taldar á því að Venesúela fái sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til næstu 2 ára eftir að Gvatemala hafði betur í sjöundu leynilegu atkvæðagreiðslunni um sæti í ráðinu í dag. Ríkin tvö berjast um sæti sem ríki Rómönsku-Ameríku á rétt á. Annað ríkið þarf að fá 2/3 atkvæða á Allsherjarþingi samtakanna til að hreppa hnossið. Í sjöttu umferð voru ríkin jöfn en áður hafði Gvatemala vinninginn. Í sjöundu umferð fengu Kúba og Mexíkó eitt atkvæði hvort ríki og fimm þjóðir sátu hjá. Enn þarf því að greiða atkvæði milli ríkjanna og svo gæti farið að samkomulag næðist um að annað ríki fengi sæti í ráðinu sem sátt næðist um. Oft hefur þurft að greiða atkvæði ítrekað um hvernig skipa eigi í ráðið. Ekki hefur þó enn tekist að slá metið frá árinu 1979 þegar valið stóð á milli Kólumbíu og Kúbu. Greidd voru atkvæði 155 sinnum. Að lokuð náðist sátt um að Mexíkó tæki sæti í ráðinu. Francisco Javier Arias, sendifulltrúi Venesúela hjá SÞ, segir bandarísk stjórnvöld hafa reynt að gera þetta að keppni milli Venesúela og ráðamanna í Washington sem vilji gera allt til að koma í veg fyrir að Venesúela fái sæti í ráðinu. Hugo Chavez, forseti Venesúela, hefur gagnrýnt bandarísk stjórnvöld, og þá Bush Bandaríkjaforseta sérstaklega, afar harðlega fyrir framgöngu sína í ýmsum málum. Arias sagði ráðamenn í Venesúela hafa sent skýr skilaboð um að þeir vildu ekki gefa eftir sætið fyrr en í fulla hnefana. Fimmtán ríki eiga sæti í Öryggisráðinu. Þau ríki sem eiga fast sæti og fara með neitunarvald eru Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Kína og Rússland. Kosið er um hvaða önnur ríki skipa hin 10 sæti og það er 2 ár í senn. Kosið var um fjögur sæti til viðbótar í dag. Það eru Belgía, Indónesía, Ítalía og Suður-Afríka sem taka við að Danmörku, Grikklandi, Japan og Tansaníu frá 1. janúar á næsta ári. Svo er að sjá hvort Gvatemala, Venesúela eða annað ríki taki við af Argentínu á sama tíma. Þau 5 ríki sem sitja út næsta ár eru Gana, Katar, Perú, Slóvakía og Vestur-Kongó. Ísland hefur lýst yfir framboði til Öryggisráðsins fyrir tímabilið 2009 til 2010. Erlent Fréttir Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira
Litlar líkur eru taldar á því að Venesúela fái sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til næstu 2 ára eftir að Gvatemala hafði betur í sjöundu leynilegu atkvæðagreiðslunni um sæti í ráðinu í dag. Ríkin tvö berjast um sæti sem ríki Rómönsku-Ameríku á rétt á. Annað ríkið þarf að fá 2/3 atkvæða á Allsherjarþingi samtakanna til að hreppa hnossið. Í sjöttu umferð voru ríkin jöfn en áður hafði Gvatemala vinninginn. Í sjöundu umferð fengu Kúba og Mexíkó eitt atkvæði hvort ríki og fimm þjóðir sátu hjá. Enn þarf því að greiða atkvæði milli ríkjanna og svo gæti farið að samkomulag næðist um að annað ríki fengi sæti í ráðinu sem sátt næðist um. Oft hefur þurft að greiða atkvæði ítrekað um hvernig skipa eigi í ráðið. Ekki hefur þó enn tekist að slá metið frá árinu 1979 þegar valið stóð á milli Kólumbíu og Kúbu. Greidd voru atkvæði 155 sinnum. Að lokuð náðist sátt um að Mexíkó tæki sæti í ráðinu. Francisco Javier Arias, sendifulltrúi Venesúela hjá SÞ, segir bandarísk stjórnvöld hafa reynt að gera þetta að keppni milli Venesúela og ráðamanna í Washington sem vilji gera allt til að koma í veg fyrir að Venesúela fái sæti í ráðinu. Hugo Chavez, forseti Venesúela, hefur gagnrýnt bandarísk stjórnvöld, og þá Bush Bandaríkjaforseta sérstaklega, afar harðlega fyrir framgöngu sína í ýmsum málum. Arias sagði ráðamenn í Venesúela hafa sent skýr skilaboð um að þeir vildu ekki gefa eftir sætið fyrr en í fulla hnefana. Fimmtán ríki eiga sæti í Öryggisráðinu. Þau ríki sem eiga fast sæti og fara með neitunarvald eru Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Kína og Rússland. Kosið er um hvaða önnur ríki skipa hin 10 sæti og það er 2 ár í senn. Kosið var um fjögur sæti til viðbótar í dag. Það eru Belgía, Indónesía, Ítalía og Suður-Afríka sem taka við að Danmörku, Grikklandi, Japan og Tansaníu frá 1. janúar á næsta ári. Svo er að sjá hvort Gvatemala, Venesúela eða annað ríki taki við af Argentínu á sama tíma. Þau 5 ríki sem sitja út næsta ár eru Gana, Katar, Perú, Slóvakía og Vestur-Kongó. Ísland hefur lýst yfir framboði til Öryggisráðsins fyrir tímabilið 2009 til 2010.
Erlent Fréttir Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira