Nýliðar Reading unnu enn einn sigurinn í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið skellti lánlausu liði West Ham á útivelli 1-0. Það var Seol Ki-Hyeon sem skoraði sigurmarkið strax eftir tvær mínútur og þó Alan Pardew hefði tjaldað öllu til að reyna að jafna leikinn, þurftu hans menn að sætta sig við enn eitt tapið og nú er stóllinn farinn að hitna verulega undir Pardew á Upton Park.
Ívar Ingimarsson var í byrjunarliði Reading í dag og Brynjar Björn Gunnarsson kom inn sem varamaður á 77. mínútu.