Landsliðsmiðvörðurinn Ívar Ingimarsson er að venju í byrjunarliði nýliða Reading í ensku úrvalsdeildinni, en liðið sækir nú West Ham heim í fyrsta leik dagsins af fjórum. Leikurinn hófst klukkan 13 og komust gestirnir raunar yfir strax eftir 2 mínútur með marki Seol Ki-Hyeon.
Klukkan 14 eigast við Blackburn og Wigan og Manchester United tekur á móti Newcastle, en leikjum dagsins lýkur svo með viðureign Tottenham og Portsmouth klukkan 15.