Enski boltinn

Benitez svarar fyrir sig

Rfa Bnitez gngur hér vonsvikinn af velli eftir tap liðsins um helgina síðustu.
Rfa Bnitez gngur hér vonsvikinn af velli eftir tap liðsins um helgina síðustu.

Rafa Benitez, framkvæmdastjóri Liverpool, hefur verið harðlega gagnrýndur uppá síðkastið vegna gegni liðsins í deildinni heima fyrir, en Liverpool er sem stendur í ellefta sæti deildarinnar og hefur tapað fjórum af fyrstu níu leikjum tímabilsins. Benitez hefur einnig verið gagnrýndur fyrir að láta fyrirliða liðsins, Steven Gerrard, spila í stöðu hægri kantmanns en Benitez hefur nú varið þá ákvörðun sína.

"Gerrard hefur frelsi til að fara inn á miðjuna og koma sér í auð svæði til að sækja. Ef að Gerrard hefði spilað inn á miðjunni allan leikinn gegn Manchester United þá hefðu Scholes og Carrick alltaf verið hjá honum til að pressa hann. Gerrard getur skapað vandræði fyrir andstæðinginn með því að koma inn á miðjuna frá kantinum og Garcia og Gerrard sköpuðu ursla fyrir vörn Manchester United í leiknum," sagði Rafa Benitez.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×