Enski boltinn

Beit Javier Mascherano

Jermain Defoe er hér nýbúinn að bíta Mascherano í hendina.
Jermain Defoe er hér nýbúinn að bíta Mascherano í hendina.

Jermain Defoe, sóknarmaður Tottenham, gæti verið í vondum málum eftir að hafa bitið Javier Mascherano, leikmann West Ham, í leik liðanna á sunnudaginn. Jermain Defoe hefur reynt að gera lítið úr atvikunu og segir að búið sé að blása þetta mál upp.

"Þetta lítur ekki vel út í sjónvarpinu og ég veit að ég er fyrirmynd og ber skilda til að haga mér á rétta vegu. Ég reyni líka alltaf að gera það, jafnt innan sem utan vallar," sagði Defoe um málið.

Mikið má vera ef Defoe fær ekki bann fyrir atvikið enda ekki viðeigandi að leikmenn séu að smjatta á hverjum öðrum í leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×