Að minnsta kosti átta lík fundust í gær í Nukualofa, höfuðborg Kyrrahafseyjunnar Tonga, þar sem reið ungmenni gengu berserksgang á fimmtudaginn, veltu bílum, kveiktu í verslunum og skrifstofum, réðust á embættismenn ríkisins og fóru ránshöndum um verslanir. Höfuðborgin var að stórum hluta lögð í rúst.
Ungmennin vilja lýðræði í þessu litla en fátæka konungsríki þar sem íbúarnir eru um 108.000 talsins. Óeirðir af þessu tagi hafa ekki þekkst þar til þessa.
Bæði Nýja-Sjáland og Ástralía ætla að senda hermenn til eyjunnar til þess að stilla til friðar.