Ekki næst enn samkomulag um breytt orðalag svo hægt verði að stilla til friðar í Líbanon 10. ágúst 2006 12:48 Mynd/AP Ísraelsher náði í nótt og í morgun þremur þorpum í Suður-Líbanon á sitt vald. Hermenn eiga í hörðum átökum við Hizbollah-skæruliða á svæðinu. Ekki hefur enn tekist að ná samkomulagi um breytt orðalag ályktunar sem miðar að því að stilla til friðar í landinu. Frakkar og Bandaríkjamenn, sem unnu saman upphaflegu ályktunardrögin, sem lögð voru fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna um síðustu helgi, hafa ekki geta komið sér saman um breytt orðalag þar sem tekið er tillit til krafa Líbana um tafarlaust vopnahlé. Fulltrúar Frakka og Bandaríkjamanna hafa ekki geta sætst á það hvenær senda eigi alþjóðlegt herlið til Suður-Líbanon og þá hvenær ísraelskt herlið eigi að hverfa þaðan. Það er því alls óvíst hvenær greidd yrðu atkvæði um ályktunina í Öryggisráðinu. En á meðan karpað er um orðalag ályktunarinnar berjast Ísraelsmenn og Hizbollah-skæruliðar enn í Suður-Líbanon. Í morgun bárust fréttir af því að Ísraelsher hefði lagt undir sig bæina Marjayoun, Burj al-Molouk og Qlaiah. Þrátt fyrir það er enn barist í nágrenninu. Íbúar í Marjayoun eru að mestu hluta kristnir. Bærinn stendur um átta kílómetra frá landamærunum að Ísrael. Þar mun hafa komið til harðra átaka í nótt og í morgun. Íbúar segja tvo skriðdreka Ísraelsmanna hafa eyðilagst í árásum skæruliða. Öryggisráð Ísraelsstjórnar samþykkti í gær að veita her landsins umboð til að herða sókn sína inn í Líbanon. Þeirri áætlun verður þó ekki hrundið í framkvæmd á meðan enn er reynt að semja um lausn deilunar á alþjóðavettvangi. Flugskeytum Hizbollah-skæruliða hefur rignt yfir ísraelsk landsvæði í morgun og eru þau sögð minnst fimmtíu það sem af er degi. Tveir féllu þegar eitt flugskeyti skall á íbúðarhúsi í þorpinu Deir al-Assad þar sem arabar eru búsettir. Leiðtogi Hizbollah, Hassan Nasrallah, hefur heitið frekari flugskeytaárásum á ísraelsku borgina Haifa ef innrás Ísraela verði ekki hætt. Skæurliðar hafa í morgun neitað því að Íranar séu meðal liðsmanna þeirra líkt og haldið hefur verið fram. Að minnsta kosti eitt þúsund og ellefu Líbanar, flestir þeirra almennir borgarar, hafa fallið í átökunum síðan þau hófust fyrir rétt rúmum fjórum vikum. Á sama tíma hafa hundrað og sextán Ísraelar týnt lífi, flestir þeirra voru hermenn. Erlent Fréttir Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Fleiri fréttir Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Sjá meira
Ísraelsher náði í nótt og í morgun þremur þorpum í Suður-Líbanon á sitt vald. Hermenn eiga í hörðum átökum við Hizbollah-skæruliða á svæðinu. Ekki hefur enn tekist að ná samkomulagi um breytt orðalag ályktunar sem miðar að því að stilla til friðar í landinu. Frakkar og Bandaríkjamenn, sem unnu saman upphaflegu ályktunardrögin, sem lögð voru fyrir Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna um síðustu helgi, hafa ekki geta komið sér saman um breytt orðalag þar sem tekið er tillit til krafa Líbana um tafarlaust vopnahlé. Fulltrúar Frakka og Bandaríkjamanna hafa ekki geta sætst á það hvenær senda eigi alþjóðlegt herlið til Suður-Líbanon og þá hvenær ísraelskt herlið eigi að hverfa þaðan. Það er því alls óvíst hvenær greidd yrðu atkvæði um ályktunina í Öryggisráðinu. En á meðan karpað er um orðalag ályktunarinnar berjast Ísraelsmenn og Hizbollah-skæruliðar enn í Suður-Líbanon. Í morgun bárust fréttir af því að Ísraelsher hefði lagt undir sig bæina Marjayoun, Burj al-Molouk og Qlaiah. Þrátt fyrir það er enn barist í nágrenninu. Íbúar í Marjayoun eru að mestu hluta kristnir. Bærinn stendur um átta kílómetra frá landamærunum að Ísrael. Þar mun hafa komið til harðra átaka í nótt og í morgun. Íbúar segja tvo skriðdreka Ísraelsmanna hafa eyðilagst í árásum skæruliða. Öryggisráð Ísraelsstjórnar samþykkti í gær að veita her landsins umboð til að herða sókn sína inn í Líbanon. Þeirri áætlun verður þó ekki hrundið í framkvæmd á meðan enn er reynt að semja um lausn deilunar á alþjóðavettvangi. Flugskeytum Hizbollah-skæruliða hefur rignt yfir ísraelsk landsvæði í morgun og eru þau sögð minnst fimmtíu það sem af er degi. Tveir féllu þegar eitt flugskeyti skall á íbúðarhúsi í þorpinu Deir al-Assad þar sem arabar eru búsettir. Leiðtogi Hizbollah, Hassan Nasrallah, hefur heitið frekari flugskeytaárásum á ísraelsku borgina Haifa ef innrás Ísraela verði ekki hætt. Skæurliðar hafa í morgun neitað því að Íranar séu meðal liðsmanna þeirra líkt og haldið hefur verið fram. Að minnsta kosti eitt þúsund og ellefu Líbanar, flestir þeirra almennir borgarar, hafa fallið í átökunum síðan þau hófust fyrir rétt rúmum fjórum vikum. Á sama tíma hafa hundrað og sextán Ísraelar týnt lífi, flestir þeirra voru hermenn.
Erlent Fréttir Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Fleiri fréttir Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Sjá meira