Erlent

Engar viðræður við Íran

Formenn Íraksnefndarinnar til beggja handa Bandaríkjaforseta.
Formenn Íraksnefndarinnar til beggja handa Bandaríkjaforseta. MYND/AP

Fyrstu viðbrögð Hvíta hússins við skýrslu Íraksnefndar sem skilaði niðurstöðum sínum í dag eru á þá leið að útiloka viðræður við Írana nema þeir hafi fyrst hætt við kjarnorkuáætlun sína. Nefndin mælti með nánari samvinnu við Íran og Sýrland, grannríki Íraks, til lausnar borgarastríðinu í Írak.

Tony Snow, talsmaður Hvíta hússins, sagði þetta í ræðu sinni í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×