Enski boltinn

Ætlar að berjast fyrir ferlinum

Kevin Bond
Kevin Bond NordicPhotos/GettyImages

Kevin Bond, fyrrverandi aðstoðamaður Glen Roeder, sem var rekin í dag af Newcastle, segir félagið ekki hafa farið nógu vel yfir málið áður en ákveðið var að láta hann fara.

Félagið hefur staðfest að Bond hafi verið sagt upp störfum í morgun.

Í yfirlýsingu frá Bond sem lögmenn hans gáfu út segir: "Ég er ótrúlega svekktur yfir því að knattspyrnufélagið Newcastle United hafi ákveðið að segja samningi mínum upp án þess að rannsaka gaumgæfilega þær ásakanir sem bornar voru á mig í Panorama þætti BBC."

"Lögfræðingar mínir munu leita á náðir dómstóla til þess að fá aðgang að öllum þeim upptökum sem til eru af mér hjá BBC."

"Newcastle hefur tekið ákvörðun sína eftir að hafa heyrt búta úr samtölum sem settir eru saman af þáttargerarmönnum Panorama."

"Ég mun leita allra lagalegra leiða til þess að bæta mannorð mitt og endurvekja þann feril sem hefur verið mitt lífsviðurværi."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×