Eþíópískar árásarþyrlur og skriðdrekar fóru til bardaga í kvöld á fjórða degi átaka milli íslamskra uppreisnarmanna og stjórnvalda í Sómalíu sem Eþíópía styður. Tugir þúsunda hafa flúið heimili sín undanfarna daga útaf þessu.
Uppreisnarmenn halda því fram að stjórnarherinn hafi með aðstoð Eþíópíu ráðist á þá að fyrra bragði en að nú sé komið að því að þeir svari fyrir sig og reki stjórnarherinn úr landi.
Erlendir erindrekar telja einnig líklegt að átökin gætu breytt Sómalíu í vígvöll fyrir Eþíópíu, sem styður stjórnina þar í landi, og Eritreu, sem styður uppreisnarmenn. Ráðamenn í Eþíópíu hafa þó neitað því að þeir séu í stríði en segja að þolinmæði þeirra sé orðin lítil og ef að þess muni þurfa muni þeir lýsa yfir stríði.