NATO tekur við her-stjórn í Afganistan 6. október 2006 05:00 Nato tekur við Breski herforinginn David Richards, lengst til hægri, tekur í höndina á Hamid Karzai, forseta Afganistans. Vinstra megin situr bandaríski herforinginn Karl Eikenberry. MYND/AP Atlandshafsbandalagið tók í gær við yfirstjórn erlenda herliðsins í austurhluta Afganistans og er þar með komið með alla yfirstjórn heraflans í landinu á sínar herðar. Breski herforinginn Richard Davis, sem er yfirmaður NATO-sveitanna í Afganistan, flutti stutta ræðu í gær í tilefni af þessu og sagði umskiptin söguleg. Bandaríkin hafa þar með afsalað sér yfirstjórn hernaðarins í Afganistan. Þrátt fyrir að hörð átök hafi geisað í suðurhluta landsins undanfarið fullyrti Davis að NATO myndi ná góðum tökum á öryggismálunum og sagði í gríni að hann myndi mæta fyrir aftökusveit ef öryggisástandið í landinu yrði ekki orðið betra í febrúar á næsta ári. Meira en þrjú þúsund manns hafa týnt lífinu í átökum í Afganistan á þessu ári, flestir þeirra herskáir talibanar en einnig töluvert af erlendum og afgönskum hermönnum. Uppreisn talibana náði hámarki í sumar og hafa átökin í landinu ekki verið harðari frá því að talibanastjórnin féll fyrir fimm árum. Að NATO skuli hafa tekið við stjórn alls heraflans í Afganistan er greinilegt merki um breyttar áherslur bandalagsins, sem sér ekki lengur ástæðu til þess að takmarka aðgerðir sínar við Norður-Atlantshafssvæðið. „NATO hefur aldrei gengist undir slíka raun, sem þessa,“ segir Seth Jones, bandarískur sérfræðingur í málefnum Afganistans. „Bandalagið á gífurlega erfitt verkefni fyrir höndum.“ Heraflinn, sem nú er allur kominn undir yfirstjórn NATO, er skipaður 31 þúsund hermönnum. Flestir þeirra eru bandarískir, eða 12 þúsund, en rúmlega fimm þúsund eru frá Bretlandi, tæplega þrjú þúsund frá Þýskalandi og svo eru Holland, Kanada, Ítalía og Frakkland einnig með þúsund hermenn eða fleiri, hvert land. Inni í þessum tölum um fjölda hermanna eru fimmtán íslenskir friðargæsluliðar, sem flestir starfa á flugvellinum í Kabúl við fjölbreytileg störf. Meðal annars starfa þar íslenskir slökkviliðsmenn, flugumsjónarmenn og vélamenn, en Tyrkir tóku við stjórn flugvallarins af Íslendingum snemma á síðasta ári. Erlent Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira
Atlandshafsbandalagið tók í gær við yfirstjórn erlenda herliðsins í austurhluta Afganistans og er þar með komið með alla yfirstjórn heraflans í landinu á sínar herðar. Breski herforinginn Richard Davis, sem er yfirmaður NATO-sveitanna í Afganistan, flutti stutta ræðu í gær í tilefni af þessu og sagði umskiptin söguleg. Bandaríkin hafa þar með afsalað sér yfirstjórn hernaðarins í Afganistan. Þrátt fyrir að hörð átök hafi geisað í suðurhluta landsins undanfarið fullyrti Davis að NATO myndi ná góðum tökum á öryggismálunum og sagði í gríni að hann myndi mæta fyrir aftökusveit ef öryggisástandið í landinu yrði ekki orðið betra í febrúar á næsta ári. Meira en þrjú þúsund manns hafa týnt lífinu í átökum í Afganistan á þessu ári, flestir þeirra herskáir talibanar en einnig töluvert af erlendum og afgönskum hermönnum. Uppreisn talibana náði hámarki í sumar og hafa átökin í landinu ekki verið harðari frá því að talibanastjórnin féll fyrir fimm árum. Að NATO skuli hafa tekið við stjórn alls heraflans í Afganistan er greinilegt merki um breyttar áherslur bandalagsins, sem sér ekki lengur ástæðu til þess að takmarka aðgerðir sínar við Norður-Atlantshafssvæðið. „NATO hefur aldrei gengist undir slíka raun, sem þessa,“ segir Seth Jones, bandarískur sérfræðingur í málefnum Afganistans. „Bandalagið á gífurlega erfitt verkefni fyrir höndum.“ Heraflinn, sem nú er allur kominn undir yfirstjórn NATO, er skipaður 31 þúsund hermönnum. Flestir þeirra eru bandarískir, eða 12 þúsund, en rúmlega fimm þúsund eru frá Bretlandi, tæplega þrjú þúsund frá Þýskalandi og svo eru Holland, Kanada, Ítalía og Frakkland einnig með þúsund hermenn eða fleiri, hvert land. Inni í þessum tölum um fjölda hermanna eru fimmtán íslenskir friðargæsluliðar, sem flestir starfa á flugvellinum í Kabúl við fjölbreytileg störf. Meðal annars starfa þar íslenskir slökkviliðsmenn, flugumsjónarmenn og vélamenn, en Tyrkir tóku við stjórn flugvallarins af Íslendingum snemma á síðasta ári.
Erlent Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira