Átta stefna á forystusæti VG 30. nóvember 2006 05:00 Vinstri græn komu saman í Iðnó á kosninganótt 2003. Flokkurinn fékk fimm þingmenn kjörna – þar af tvo á höfuðborgarsvæðinu. Sjö stefna á forystusæti í kjördæmunum þremur á suðvesturhorninu nú. Forval fer fram á laugardag. Átta af 30 þátttakendum í forvali Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs á höfuðborgarsvæðinu vilja leiða lista á höfuðborgarsvæðinu. Flokkurinn heldur sameiginlegt forval fyrir Reykjavíkurkjördæmin tvö og Suðvesturkjördæmi. Báðir þingmenn flokksins í Reykjavík sækjast eftir endurkjöri. Forval VG, sem fram fer á laugardag, er sérstakt fyrir þær sakir að það er sameiginlegt fyrir þrjú kjördæmi. Í því verða frambjóðendur flokksins í báðum Reykjavíkurkjördæmunum og Suðvesturkjördæmi valdir en stjórnmálaflokkar hafa ekki farið þá leið áður. Þá er aðferðin sem beitt er við val á frambjóðendum athygliverð en kjósendur eiga að velja þrjá frambjóðendur í hvert efstu sætanna – þrjá í fyrsta sæti, þrjá í annað sæti, þrjá í þriðja sætið og þrjá í fjórða sæti. Reglur flokksins kveða á um að tvö efstu sæti listanna þriggja (alls sex sæti) skulu skipuð þremur konum og þremur körlum. Þá verður tryggt að fólk af sama kyni verði ekki í efstu sætum allra lista. Er þetta gert „í anda kvenfrelsis“, eins og það er orðað í forvalsreglunum. Til þeirrar reglu verðu horft við röðun fólks á lista í kjördæmunum, auk búsetu en kjörstjórn hefur mjög frjálsar hendur við niðurröðun á lista. Góð þátttaka vekur einnig athygli. Frambjóðendur eru jafnmargir og í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og Suðvesturkjördæmi og litlu færri en í prófkjörum Samfylkingarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn fékk fjórtán þingmenn í kjördæmunum í síðustu kosningum, Samfylkingin tólf en VG tvo. Forvalið er hið fyrsta sem VG efnir til vegna alþingiskosninga. Fyrir fyrri kosningar hefur flokkurinn stillt upp á lista sína og sú aðferð er einnig viðhöfð í öðrum kjördæmum nú. Átta frambjóðendur stefna á fyrsta sæti en af þeim nefna þrír fyrsta sætið eingöngu. Það eru þingmennirnir tveir Kolbrún Halldórsdóttir og Ögmundur Jónasson og Katrín Jakobsdóttir, varaformaður flokksins. Fjórir frambjóðendur sækjast eftir 1.-2. sæti, þau Álfheiður Ingadóttir varaþingmaður, Árni Þór Sigurðsson borgarfulltrúi, Guðmundur Magnússon leikari og Þórir Steingrímsson rannsóknarlögreglumaður. Þá sækist Paul F. Nikolov blaðamaður eftir 1-3. sæti. Átta sækjast eftir öðru sæti og nefna það ýmist eingöngu eða næstu sæti einnig. Það eru þau Andrea Ólafsdóttir nemi, Auður Lilja Erlingsdóttir stjórnmálafræðingur, Friðrik Atlason deildarstjóri, Gestur Svavarsson hugbúnaðarráðgjafi, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir sagnfræðingur, Jóhann Björnsson kennari, Kristín Tómadóttir nemi og Kristján Hreinsson skáld. Af samtölum við flokksmenn að dæma þykir staða sitjandi þingmanna sterk og er almennt búist við að þeir haldi sætum sínum. Af öðrum frambjóðendum þykja Árni Þór Sigurðsson, Katrín Jakobsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Gestur Svavarsson og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir einna líklegust til afreka. Prófkjörsbaráttan hefur verið drengileg og kynning frambjóðenda að mestu farið fram á sameiginlegum fundum og í bæklingi. Ekki eru í gildi sérstakar reglur um auglýsingar eða kostnað sem hver og einn má stofna til en gengið út frá því að frambjóðendur starfi í anda þeirrar menningar VG að verja litlu til prófkjörsbaráttu. Er það talinn nægilegur varnagli að menn skjóti sig í fótinn með dýrum auglýsingum. Innlent Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Átta af 30 þátttakendum í forvali Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs á höfuðborgarsvæðinu vilja leiða lista á höfuðborgarsvæðinu. Flokkurinn heldur sameiginlegt forval fyrir Reykjavíkurkjördæmin tvö og Suðvesturkjördæmi. Báðir þingmenn flokksins í Reykjavík sækjast eftir endurkjöri. Forval VG, sem fram fer á laugardag, er sérstakt fyrir þær sakir að það er sameiginlegt fyrir þrjú kjördæmi. Í því verða frambjóðendur flokksins í báðum Reykjavíkurkjördæmunum og Suðvesturkjördæmi valdir en stjórnmálaflokkar hafa ekki farið þá leið áður. Þá er aðferðin sem beitt er við val á frambjóðendum athygliverð en kjósendur eiga að velja þrjá frambjóðendur í hvert efstu sætanna – þrjá í fyrsta sæti, þrjá í annað sæti, þrjá í þriðja sætið og þrjá í fjórða sæti. Reglur flokksins kveða á um að tvö efstu sæti listanna þriggja (alls sex sæti) skulu skipuð þremur konum og þremur körlum. Þá verður tryggt að fólk af sama kyni verði ekki í efstu sætum allra lista. Er þetta gert „í anda kvenfrelsis“, eins og það er orðað í forvalsreglunum. Til þeirrar reglu verðu horft við röðun fólks á lista í kjördæmunum, auk búsetu en kjörstjórn hefur mjög frjálsar hendur við niðurröðun á lista. Góð þátttaka vekur einnig athygli. Frambjóðendur eru jafnmargir og í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og Suðvesturkjördæmi og litlu færri en í prófkjörum Samfylkingarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn fékk fjórtán þingmenn í kjördæmunum í síðustu kosningum, Samfylkingin tólf en VG tvo. Forvalið er hið fyrsta sem VG efnir til vegna alþingiskosninga. Fyrir fyrri kosningar hefur flokkurinn stillt upp á lista sína og sú aðferð er einnig viðhöfð í öðrum kjördæmum nú. Átta frambjóðendur stefna á fyrsta sæti en af þeim nefna þrír fyrsta sætið eingöngu. Það eru þingmennirnir tveir Kolbrún Halldórsdóttir og Ögmundur Jónasson og Katrín Jakobsdóttir, varaformaður flokksins. Fjórir frambjóðendur sækjast eftir 1.-2. sæti, þau Álfheiður Ingadóttir varaþingmaður, Árni Þór Sigurðsson borgarfulltrúi, Guðmundur Magnússon leikari og Þórir Steingrímsson rannsóknarlögreglumaður. Þá sækist Paul F. Nikolov blaðamaður eftir 1-3. sæti. Átta sækjast eftir öðru sæti og nefna það ýmist eingöngu eða næstu sæti einnig. Það eru þau Andrea Ólafsdóttir nemi, Auður Lilja Erlingsdóttir stjórnmálafræðingur, Friðrik Atlason deildarstjóri, Gestur Svavarsson hugbúnaðarráðgjafi, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir sagnfræðingur, Jóhann Björnsson kennari, Kristín Tómadóttir nemi og Kristján Hreinsson skáld. Af samtölum við flokksmenn að dæma þykir staða sitjandi þingmanna sterk og er almennt búist við að þeir haldi sætum sínum. Af öðrum frambjóðendum þykja Árni Þór Sigurðsson, Katrín Jakobsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Gestur Svavarsson og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir einna líklegust til afreka. Prófkjörsbaráttan hefur verið drengileg og kynning frambjóðenda að mestu farið fram á sameiginlegum fundum og í bæklingi. Ekki eru í gildi sérstakar reglur um auglýsingar eða kostnað sem hver og einn má stofna til en gengið út frá því að frambjóðendur starfi í anda þeirrar menningar VG að verja litlu til prófkjörsbaráttu. Er það talinn nægilegur varnagli að menn skjóti sig í fótinn með dýrum auglýsingum.
Innlent Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira