Blaðamaður réði sig til starfa á Grund 30. nóvember 2006 06:45 Bæta þarf þjónustu við aldraða til muna segir Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, blaðamaður hjá tímaritinu Ísafold, sem villti á sér heimildir þegar hún réði sig á elliheimilið Grund í vikutíma og skrifaði grein um aðbúnað vistmanna þar. Það hefur ekki gerst áður hér á Íslandi að blaðamaður beiti slíkum vinnubrögðum. Fyrri hluti greinarinnar birtist í blaðinu Ísafold sem kemur út í dag. Reynir Traustason, ritstjóri Ísafoldar, segir að slík vinnubrögð séu ekki siðferðilega röng. „Þetta er eina leiðin til að komast að raunveruleikanum. Við viljum vita hvort við séum að fara nógu vel með gamla fólkið, hvernig því líður í raun inni á þessari stofnun,“ segir Reynir. Að sögn Reynis var öllum nöfnum vistmanna breytt í greininni og því komi umfjöllunin sér ekki illa fyrir neinn. Spurður segir Reynir að vissulega hafi Ingibjörg villt á sér heimildir, því þeir sem réðu hana í starfið vissu ekki að hún ætlaði að skrifa grein um reynslu sína í starfinu. Reynir segir að menn muni sjá meira af slíkum greinum í Ísafold. „Ef við ætlum að fylgja öllum siðferðisreglum þá munu fullt af hneykslismálum aldrei koma upp á yfirborðið,“ segir ritstjórinn og kallar þessi vinnubrögð „hina nýju blaðamennsku“. Júlíus Rafnsson, framkvæmdastjóri Grundar, sagði í Kastljósi Sjónvarpsins í gær að sú mynd sem Ingibjörg dregur upp af elliheimilinu sé nöturleg og að vinnubrögð Ísafoldar séu vafasöm. Hann sagði að ekki væri hægt að líða að Ingibjörg hafi logið sig inn í starfið og ýjaði að því að Grund myndi leita réttar síns fyrir dómstólum. Innlent Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Bæta þarf þjónustu við aldraða til muna segir Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, blaðamaður hjá tímaritinu Ísafold, sem villti á sér heimildir þegar hún réði sig á elliheimilið Grund í vikutíma og skrifaði grein um aðbúnað vistmanna þar. Það hefur ekki gerst áður hér á Íslandi að blaðamaður beiti slíkum vinnubrögðum. Fyrri hluti greinarinnar birtist í blaðinu Ísafold sem kemur út í dag. Reynir Traustason, ritstjóri Ísafoldar, segir að slík vinnubrögð séu ekki siðferðilega röng. „Þetta er eina leiðin til að komast að raunveruleikanum. Við viljum vita hvort við séum að fara nógu vel með gamla fólkið, hvernig því líður í raun inni á þessari stofnun,“ segir Reynir. Að sögn Reynis var öllum nöfnum vistmanna breytt í greininni og því komi umfjöllunin sér ekki illa fyrir neinn. Spurður segir Reynir að vissulega hafi Ingibjörg villt á sér heimildir, því þeir sem réðu hana í starfið vissu ekki að hún ætlaði að skrifa grein um reynslu sína í starfinu. Reynir segir að menn muni sjá meira af slíkum greinum í Ísafold. „Ef við ætlum að fylgja öllum siðferðisreglum þá munu fullt af hneykslismálum aldrei koma upp á yfirborðið,“ segir ritstjórinn og kallar þessi vinnubrögð „hina nýju blaðamennsku“. Júlíus Rafnsson, framkvæmdastjóri Grundar, sagði í Kastljósi Sjónvarpsins í gær að sú mynd sem Ingibjörg dregur upp af elliheimilinu sé nöturleg og að vinnubrögð Ísafoldar séu vafasöm. Hann sagði að ekki væri hægt að líða að Ingibjörg hafi logið sig inn í starfið og ýjaði að því að Grund myndi leita réttar síns fyrir dómstólum.
Innlent Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira