Blaðamaður réði sig til starfa á Grund 30. nóvember 2006 06:45 Bæta þarf þjónustu við aldraða til muna segir Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, blaðamaður hjá tímaritinu Ísafold, sem villti á sér heimildir þegar hún réði sig á elliheimilið Grund í vikutíma og skrifaði grein um aðbúnað vistmanna þar. Það hefur ekki gerst áður hér á Íslandi að blaðamaður beiti slíkum vinnubrögðum. Fyrri hluti greinarinnar birtist í blaðinu Ísafold sem kemur út í dag. Reynir Traustason, ritstjóri Ísafoldar, segir að slík vinnubrögð séu ekki siðferðilega röng. „Þetta er eina leiðin til að komast að raunveruleikanum. Við viljum vita hvort við séum að fara nógu vel með gamla fólkið, hvernig því líður í raun inni á þessari stofnun,“ segir Reynir. Að sögn Reynis var öllum nöfnum vistmanna breytt í greininni og því komi umfjöllunin sér ekki illa fyrir neinn. Spurður segir Reynir að vissulega hafi Ingibjörg villt á sér heimildir, því þeir sem réðu hana í starfið vissu ekki að hún ætlaði að skrifa grein um reynslu sína í starfinu. Reynir segir að menn muni sjá meira af slíkum greinum í Ísafold. „Ef við ætlum að fylgja öllum siðferðisreglum þá munu fullt af hneykslismálum aldrei koma upp á yfirborðið,“ segir ritstjórinn og kallar þessi vinnubrögð „hina nýju blaðamennsku“. Júlíus Rafnsson, framkvæmdastjóri Grundar, sagði í Kastljósi Sjónvarpsins í gær að sú mynd sem Ingibjörg dregur upp af elliheimilinu sé nöturleg og að vinnubrögð Ísafoldar séu vafasöm. Hann sagði að ekki væri hægt að líða að Ingibjörg hafi logið sig inn í starfið og ýjaði að því að Grund myndi leita réttar síns fyrir dómstólum. Innlent Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Bæta þarf þjónustu við aldraða til muna segir Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, blaðamaður hjá tímaritinu Ísafold, sem villti á sér heimildir þegar hún réði sig á elliheimilið Grund í vikutíma og skrifaði grein um aðbúnað vistmanna þar. Það hefur ekki gerst áður hér á Íslandi að blaðamaður beiti slíkum vinnubrögðum. Fyrri hluti greinarinnar birtist í blaðinu Ísafold sem kemur út í dag. Reynir Traustason, ritstjóri Ísafoldar, segir að slík vinnubrögð séu ekki siðferðilega röng. „Þetta er eina leiðin til að komast að raunveruleikanum. Við viljum vita hvort við séum að fara nógu vel með gamla fólkið, hvernig því líður í raun inni á þessari stofnun,“ segir Reynir. Að sögn Reynis var öllum nöfnum vistmanna breytt í greininni og því komi umfjöllunin sér ekki illa fyrir neinn. Spurður segir Reynir að vissulega hafi Ingibjörg villt á sér heimildir, því þeir sem réðu hana í starfið vissu ekki að hún ætlaði að skrifa grein um reynslu sína í starfinu. Reynir segir að menn muni sjá meira af slíkum greinum í Ísafold. „Ef við ætlum að fylgja öllum siðferðisreglum þá munu fullt af hneykslismálum aldrei koma upp á yfirborðið,“ segir ritstjórinn og kallar þessi vinnubrögð „hina nýju blaðamennsku“. Júlíus Rafnsson, framkvæmdastjóri Grundar, sagði í Kastljósi Sjónvarpsins í gær að sú mynd sem Ingibjörg dregur upp af elliheimilinu sé nöturleg og að vinnubrögð Ísafoldar séu vafasöm. Hann sagði að ekki væri hægt að líða að Ingibjörg hafi logið sig inn í starfið og ýjaði að því að Grund myndi leita réttar síns fyrir dómstólum.
Innlent Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira