Kópavogur kaupir 863 hektara land 24. nóvember 2006 03:30 Uppbygging á Vatnsendajörðinni mun halda áfram. MYND/vilhelm „Þetta er framtíðarbyggingarland Kópavogs til margra ára," segir Ómar Stefánsson, formaður bæjarráðs Kópavogs. Bæjaryfirvöld í Kópavogi ætla að leita heimildar fyrir eignarnámi á 863 hekturum af Vatnsendajörðinni. Drög að samkomulagi um viðskiptin milli bæjarins og eiganda óðalsjarðarinnar Vatnsenda, Þorsteins Hjaltested, liggja fyrir en þar sem kvaðir heimila ekki að jörðin sé seld er eignarnámsleiðin farin. Þessi aðferð var einnig notuð þegar Kópavogsbær eignaðist aðra hluta jarðarinnar í áföngum. Samningsupphæðin er trúnaðarmál að svo stöddu en hún mun hlaupa á milljörðum króna. Kaupverðið verður að hluta greitt með peningum og að hluta með byggingarlóðum sem koma í hlut jarðeigandans. Í tillögu sem lá fyrir bæjarráði Kópavogs í gær sagði að taka ætti eignarnámi tvo reiti sem væru annars vegar 162 hektarar og hins vegar 111 hektarar. Að auki svokölluð upplönd Vatnsendajarðarinnar, samtals 590 hektara ofan Heiðmerkur. „Eignarnám þetta er nauðsynlegt vegna framþróunar sveitarfélagsins," segir í tillögunni sem bæjarráð vísaði í gær til bæjarstjórnar. Eftir viðskiptin mun nánast öll Vatnsendajörðin vera komin í eigu Kópavogs. Að sögn Ómars Stefánssonar verður aðeins lítill „kragi" við Elliðaárvatn áfram undir Vatnsendajörðinni. Eigendur húsa þar verða áfram um sinn leiguliðar hjá Þorsteini Hjaltested. „En það er bara tímaspursmál hvenær bærinn eignast þennan kraga líka," segir Ómar. „Þetta er hluti af því að við erum að taka yfir öll þau lönd sem eru innan bæjarmarkanna svo bærinn hafi eignarhald á því landi sem hann skipuleggur." Hafsteinn Karlsson, bæjarráðsfulltrúi Samfylkingarinnar, segist ekki hafa lýst afstöðu til væntanlegra viðskipta á bæjarráðsfundinum. „Við eigum eftir að reikna þetta út. Kannski er þetta mjög hagstæður samningur fyrir Kópavog," segir Hafsteinn. Þorsteinn Hjaltested segir að nýju svæðin verði skipulögð á sama hátt og fyrri svæði. „Það eina sem ég veit er að það verður tekið meira tillit til útivistar," segir Þorsteinn. Innlent Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Sjá meira
„Þetta er framtíðarbyggingarland Kópavogs til margra ára," segir Ómar Stefánsson, formaður bæjarráðs Kópavogs. Bæjaryfirvöld í Kópavogi ætla að leita heimildar fyrir eignarnámi á 863 hekturum af Vatnsendajörðinni. Drög að samkomulagi um viðskiptin milli bæjarins og eiganda óðalsjarðarinnar Vatnsenda, Þorsteins Hjaltested, liggja fyrir en þar sem kvaðir heimila ekki að jörðin sé seld er eignarnámsleiðin farin. Þessi aðferð var einnig notuð þegar Kópavogsbær eignaðist aðra hluta jarðarinnar í áföngum. Samningsupphæðin er trúnaðarmál að svo stöddu en hún mun hlaupa á milljörðum króna. Kaupverðið verður að hluta greitt með peningum og að hluta með byggingarlóðum sem koma í hlut jarðeigandans. Í tillögu sem lá fyrir bæjarráði Kópavogs í gær sagði að taka ætti eignarnámi tvo reiti sem væru annars vegar 162 hektarar og hins vegar 111 hektarar. Að auki svokölluð upplönd Vatnsendajarðarinnar, samtals 590 hektara ofan Heiðmerkur. „Eignarnám þetta er nauðsynlegt vegna framþróunar sveitarfélagsins," segir í tillögunni sem bæjarráð vísaði í gær til bæjarstjórnar. Eftir viðskiptin mun nánast öll Vatnsendajörðin vera komin í eigu Kópavogs. Að sögn Ómars Stefánssonar verður aðeins lítill „kragi" við Elliðaárvatn áfram undir Vatnsendajörðinni. Eigendur húsa þar verða áfram um sinn leiguliðar hjá Þorsteini Hjaltested. „En það er bara tímaspursmál hvenær bærinn eignast þennan kraga líka," segir Ómar. „Þetta er hluti af því að við erum að taka yfir öll þau lönd sem eru innan bæjarmarkanna svo bærinn hafi eignarhald á því landi sem hann skipuleggur." Hafsteinn Karlsson, bæjarráðsfulltrúi Samfylkingarinnar, segist ekki hafa lýst afstöðu til væntanlegra viðskipta á bæjarráðsfundinum. „Við eigum eftir að reikna þetta út. Kannski er þetta mjög hagstæður samningur fyrir Kópavog," segir Hafsteinn. Þorsteinn Hjaltested segir að nýju svæðin verði skipulögð á sama hátt og fyrri svæði. „Það eina sem ég veit er að það verður tekið meira tillit til útivistar," segir Þorsteinn.
Innlent Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Sjá meira