Kópavogur kaupir 863 hektara land 24. nóvember 2006 03:30 Uppbygging á Vatnsendajörðinni mun halda áfram. MYND/vilhelm „Þetta er framtíðarbyggingarland Kópavogs til margra ára," segir Ómar Stefánsson, formaður bæjarráðs Kópavogs. Bæjaryfirvöld í Kópavogi ætla að leita heimildar fyrir eignarnámi á 863 hekturum af Vatnsendajörðinni. Drög að samkomulagi um viðskiptin milli bæjarins og eiganda óðalsjarðarinnar Vatnsenda, Þorsteins Hjaltested, liggja fyrir en þar sem kvaðir heimila ekki að jörðin sé seld er eignarnámsleiðin farin. Þessi aðferð var einnig notuð þegar Kópavogsbær eignaðist aðra hluta jarðarinnar í áföngum. Samningsupphæðin er trúnaðarmál að svo stöddu en hún mun hlaupa á milljörðum króna. Kaupverðið verður að hluta greitt með peningum og að hluta með byggingarlóðum sem koma í hlut jarðeigandans. Í tillögu sem lá fyrir bæjarráði Kópavogs í gær sagði að taka ætti eignarnámi tvo reiti sem væru annars vegar 162 hektarar og hins vegar 111 hektarar. Að auki svokölluð upplönd Vatnsendajarðarinnar, samtals 590 hektara ofan Heiðmerkur. „Eignarnám þetta er nauðsynlegt vegna framþróunar sveitarfélagsins," segir í tillögunni sem bæjarráð vísaði í gær til bæjarstjórnar. Eftir viðskiptin mun nánast öll Vatnsendajörðin vera komin í eigu Kópavogs. Að sögn Ómars Stefánssonar verður aðeins lítill „kragi" við Elliðaárvatn áfram undir Vatnsendajörðinni. Eigendur húsa þar verða áfram um sinn leiguliðar hjá Þorsteini Hjaltested. „En það er bara tímaspursmál hvenær bærinn eignast þennan kraga líka," segir Ómar. „Þetta er hluti af því að við erum að taka yfir öll þau lönd sem eru innan bæjarmarkanna svo bærinn hafi eignarhald á því landi sem hann skipuleggur." Hafsteinn Karlsson, bæjarráðsfulltrúi Samfylkingarinnar, segist ekki hafa lýst afstöðu til væntanlegra viðskipta á bæjarráðsfundinum. „Við eigum eftir að reikna þetta út. Kannski er þetta mjög hagstæður samningur fyrir Kópavog," segir Hafsteinn. Þorsteinn Hjaltested segir að nýju svæðin verði skipulögð á sama hátt og fyrri svæði. „Það eina sem ég veit er að það verður tekið meira tillit til útivistar," segir Þorsteinn. Innlent Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Sjá meira
„Þetta er framtíðarbyggingarland Kópavogs til margra ára," segir Ómar Stefánsson, formaður bæjarráðs Kópavogs. Bæjaryfirvöld í Kópavogi ætla að leita heimildar fyrir eignarnámi á 863 hekturum af Vatnsendajörðinni. Drög að samkomulagi um viðskiptin milli bæjarins og eiganda óðalsjarðarinnar Vatnsenda, Þorsteins Hjaltested, liggja fyrir en þar sem kvaðir heimila ekki að jörðin sé seld er eignarnámsleiðin farin. Þessi aðferð var einnig notuð þegar Kópavogsbær eignaðist aðra hluta jarðarinnar í áföngum. Samningsupphæðin er trúnaðarmál að svo stöddu en hún mun hlaupa á milljörðum króna. Kaupverðið verður að hluta greitt með peningum og að hluta með byggingarlóðum sem koma í hlut jarðeigandans. Í tillögu sem lá fyrir bæjarráði Kópavogs í gær sagði að taka ætti eignarnámi tvo reiti sem væru annars vegar 162 hektarar og hins vegar 111 hektarar. Að auki svokölluð upplönd Vatnsendajarðarinnar, samtals 590 hektara ofan Heiðmerkur. „Eignarnám þetta er nauðsynlegt vegna framþróunar sveitarfélagsins," segir í tillögunni sem bæjarráð vísaði í gær til bæjarstjórnar. Eftir viðskiptin mun nánast öll Vatnsendajörðin vera komin í eigu Kópavogs. Að sögn Ómars Stefánssonar verður aðeins lítill „kragi" við Elliðaárvatn áfram undir Vatnsendajörðinni. Eigendur húsa þar verða áfram um sinn leiguliðar hjá Þorsteini Hjaltested. „En það er bara tímaspursmál hvenær bærinn eignast þennan kraga líka," segir Ómar. „Þetta er hluti af því að við erum að taka yfir öll þau lönd sem eru innan bæjarmarkanna svo bærinn hafi eignarhald á því landi sem hann skipuleggur." Hafsteinn Karlsson, bæjarráðsfulltrúi Samfylkingarinnar, segist ekki hafa lýst afstöðu til væntanlegra viðskipta á bæjarráðsfundinum. „Við eigum eftir að reikna þetta út. Kannski er þetta mjög hagstæður samningur fyrir Kópavog," segir Hafsteinn. Þorsteinn Hjaltested segir að nýju svæðin verði skipulögð á sama hátt og fyrri svæði. „Það eina sem ég veit er að það verður tekið meira tillit til útivistar," segir Þorsteinn.
Innlent Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Sjá meira