Fótbolti

Kári orðaður við Álasund

Landsliðsmaðurinn Kári Árnason hefur verið orðaður við norska úrvalsdeildarliðið Álasund sem Haraldur Freyr Guðmundsson leikur með. Kári er samningsbundinn sænska liðinu Djurgården til 2008.

„Mér líst ágætlega á félagið en ætla að bíða í nokkrar vikur þangað til ég tek ákvörðun," sagði hann við norskt staðarblað í gær. Ólíklegt verður þó að teljast að Kári vilji fara frá Djurgården þar sem Sigurður Jónsson, gamli þjálfari hans hjá Víkingi, er tekinn við liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×