Sigurður nýr aðalþjálfari Djurgården 15. nóvember 2006 00:01 Sigurður Jónsson hefur verið ráðinn aðalþjálfari sænska úrvalsdeildarliðsins Djurgården. Liðið varð tvöfaldur meistari í fyrra en lenti í sjötta sæti í deildinni í ár. Með liðinu leika þeir Sölvi Geir Ottesen og Kári Árnason sem voru báðir keyptir frá Víkingi í Reykjavík þegar Sigurður þjálfaði meistaraflokk félagsins. Fréttirnar koma íslenskum knattspyrnuheimi talsvert á óvart en síðan Sigurður hætti hjá Grindavík, þegar tvær umferðir voru eftir af úrvalsdeild karla í sumar, hefur lítið til hans spurst. Hann var orðaður við aðstoðarþjálfarastöðuna hjá ÍA sem og þjálfarastarf hjá Djurgården, þó ekki starf aðalþjálfarans. Sigurður hóf sinn þjálfaraferil hjá FH en fór þaðan til Víkings þar sem hann féll með liðið úr úrvalsdeild karla en liðið vann sér aftur sæti í deildinni haustið eftir undir hans stjórn. Þegar hann var ráðinn til Grindavíkur fyrir ári stóð til að hefja mikið uppbyggingarstarf en árangurinn í sumar stóð ekki undir væntingum. Fyrst hætti Sigurður, svo féll liðið. Gunnlaugur Hreinsson, formaður aðalstjórnar Grindavíkur, fór til að mynda mikinn í pistli á heimasíðu félagsins þar sem hann gagnrýndi Sigurð og hans störf óspart. Hann hefur síðan beðist afsökunar á ummælum sínum en dró þau ekki að fullu til baka. „Vonbrigði mín með sumarið voru að sjálfsögðu mikil, að svona skyldi fara hjá gömlu átrúnaðargoði og að hann skyldi labba frá borði þegar tveir leikir voru eftir,“ sagði Gunnlaugur í afsökunarbeiðninni sem birtist á sömu heimasíðu. „Okkur líst afar vel á Sigurð,“ sagði Jonas Riedel, fjölmiðlafulltrúi Djurgården, við Fréttablaðið í gær. Ekki náðist í Sigurð sjálfan þar sem hann er staddur hér á landi til að gangast undir smávægilega aðgerð vegna sýkingar í augnloki. „Undanfarnar vikur höfum við verið að skoða nokkra þjálfara og kanna hver væri bestur fyrir félagið. Ég held að þær viðræður sem við áttum við Sigurð hafi verið mjög góðar og hann virðist vera afar góður þjálfari. Hann er einmitt sá þjálfari sem félagið þarf á að halda nú,“ sagði Riedel. Sigurður lék sem atvinnumaður í Svíþjóð og Englandi og þekkir því heim atvinnumannafótbolta vel. En sem þjálfari takmarkast reynsla hans við íslenska knattspyrnu. „Við teljum að Sigurður sé reiðubúinn að taka næsta skref á sínum ferli og erum þar að auki með mjög reynda menn honum til aðstoðar,“ sagði Riedel og vísaði til þess að Tord Grip, fyrrum aðstoðarmaður Sven-Göran Eriksson hjá enska landsliðinu, verður ráðgjafi félagsins í knattspyrnumálum. Meðþjálfari Sigurðar verður Finninn Paul Lindholm sem hefur þjálfað lið Djurgården skipað leikmönnum átján ára og yngri undanfarin ár. Lindholm mun hafa umsjón með þjálfun einstakra leikmanna en Sigurður stýra sjálfu liðinu. Birt er ítarlegt viðtal við Sigurð á heimasíðu Djurgården þar sem hann er spurður út í nýja starfið. Meðal annars segir hann að starfið uppfylli þær væntingar sem hann geri til síns sjálfs sem þjálfara. „Ég hef mikinn metnað sjálfur og vil taka næsta skrefið á mínum ferli,“ sagði Sigurður.eirikur.asgeirsson@frettabladid.is Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Fleiri fréttir Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigu Abramovich Hæstiréttur hafnaði kröfu KA að taka mál Arnars fyrir Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Sjá meira
Sigurður Jónsson hefur verið ráðinn aðalþjálfari sænska úrvalsdeildarliðsins Djurgården. Liðið varð tvöfaldur meistari í fyrra en lenti í sjötta sæti í deildinni í ár. Með liðinu leika þeir Sölvi Geir Ottesen og Kári Árnason sem voru báðir keyptir frá Víkingi í Reykjavík þegar Sigurður þjálfaði meistaraflokk félagsins. Fréttirnar koma íslenskum knattspyrnuheimi talsvert á óvart en síðan Sigurður hætti hjá Grindavík, þegar tvær umferðir voru eftir af úrvalsdeild karla í sumar, hefur lítið til hans spurst. Hann var orðaður við aðstoðarþjálfarastöðuna hjá ÍA sem og þjálfarastarf hjá Djurgården, þó ekki starf aðalþjálfarans. Sigurður hóf sinn þjálfaraferil hjá FH en fór þaðan til Víkings þar sem hann féll með liðið úr úrvalsdeild karla en liðið vann sér aftur sæti í deildinni haustið eftir undir hans stjórn. Þegar hann var ráðinn til Grindavíkur fyrir ári stóð til að hefja mikið uppbyggingarstarf en árangurinn í sumar stóð ekki undir væntingum. Fyrst hætti Sigurður, svo féll liðið. Gunnlaugur Hreinsson, formaður aðalstjórnar Grindavíkur, fór til að mynda mikinn í pistli á heimasíðu félagsins þar sem hann gagnrýndi Sigurð og hans störf óspart. Hann hefur síðan beðist afsökunar á ummælum sínum en dró þau ekki að fullu til baka. „Vonbrigði mín með sumarið voru að sjálfsögðu mikil, að svona skyldi fara hjá gömlu átrúnaðargoði og að hann skyldi labba frá borði þegar tveir leikir voru eftir,“ sagði Gunnlaugur í afsökunarbeiðninni sem birtist á sömu heimasíðu. „Okkur líst afar vel á Sigurð,“ sagði Jonas Riedel, fjölmiðlafulltrúi Djurgården, við Fréttablaðið í gær. Ekki náðist í Sigurð sjálfan þar sem hann er staddur hér á landi til að gangast undir smávægilega aðgerð vegna sýkingar í augnloki. „Undanfarnar vikur höfum við verið að skoða nokkra þjálfara og kanna hver væri bestur fyrir félagið. Ég held að þær viðræður sem við áttum við Sigurð hafi verið mjög góðar og hann virðist vera afar góður þjálfari. Hann er einmitt sá þjálfari sem félagið þarf á að halda nú,“ sagði Riedel. Sigurður lék sem atvinnumaður í Svíþjóð og Englandi og þekkir því heim atvinnumannafótbolta vel. En sem þjálfari takmarkast reynsla hans við íslenska knattspyrnu. „Við teljum að Sigurður sé reiðubúinn að taka næsta skref á sínum ferli og erum þar að auki með mjög reynda menn honum til aðstoðar,“ sagði Riedel og vísaði til þess að Tord Grip, fyrrum aðstoðarmaður Sven-Göran Eriksson hjá enska landsliðinu, verður ráðgjafi félagsins í knattspyrnumálum. Meðþjálfari Sigurðar verður Finninn Paul Lindholm sem hefur þjálfað lið Djurgården skipað leikmönnum átján ára og yngri undanfarin ár. Lindholm mun hafa umsjón með þjálfun einstakra leikmanna en Sigurður stýra sjálfu liðinu. Birt er ítarlegt viðtal við Sigurð á heimasíðu Djurgården þar sem hann er spurður út í nýja starfið. Meðal annars segir hann að starfið uppfylli þær væntingar sem hann geri til síns sjálfs sem þjálfara. „Ég hef mikinn metnað sjálfur og vil taka næsta skrefið á mínum ferli,“ sagði Sigurður.eirikur.asgeirsson@frettabladid.is
Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Fleiri fréttir Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigu Abramovich Hæstiréttur hafnaði kröfu KA að taka mál Arnars fyrir Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Sjá meira