Draumur í dós að fá Sigurð 15. nóvember 2006 00:01 Sölvi Geir Ottesen er annar íslenskra leikmanna hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu Djurgården. Hinn er Kári Árnason en báðir voru þeir keyptir frá Víkingi árið 2004 þegar Sigurður Jónsson var þjálfari félagsins. Hann var í gær ráðinn aðalþjálfari Djurgården og hittir hann því fyrir gamla lærisveina sína. „Þetta er alger draumur í dós að fá Sigga til félagsins,“ sagði Sölvi Geir við Fréttablaðið í gær. „Ég þekki hann mjög vel og hann hefur þjálfað mig áður. Vissulega kom þetta okkur talsvert á óvart enda held ég að í fyrstu hafi hann búist við að taka að sér annars konar þjálfunarstarf innan félagsins. En þeir sem stjórna félaginu hafa örugglega fulla trú á honum og ég hef líka fulla trú á því að hann eigi eftir að standa sig mjög vel.“ Sölvi segir að Sigurður megi búast við allt öðru starfsumhverfi en þekkist hjá íslenskum félögum. „Hlutverk hans nú verður miklu stærra og annað en hingað til. En hann þekkir þetta líka sjálfur frá sínum eigin dögum sem atvinnumaður.“ Hann býst þó ekki við því að fá neina sérmeðferð hjá Sigurði. „Siggi verður ekkert frábrugðinn öðrum þjálfurum okkar nema að því leyti að hann þekkir okkur betur en okkar gömlu þjálfarar. Hann er fyrst og fremst góður þjálfari og fagmaður og mun ekki velja okkur Kára í liðið bara af því að við erum Íslendingar og þekkjum hann. Hann mun stilla upp sínu besta liði hverju sinni.“ Leikmönnum var tilkynnt um ráðningu Sigurðar á æfingu í gær. Sigurður var sjálfur ekki viðstaddur þar sem hann er nú staddur hér á landi. Sölvi segir að leikmenn hefðu spurt sig mikið út í nýja þjálfarann. „Auðvitað er gaman að fá hann til félagsins. Hann er gamall þjálfari okkar og góður vinur.“- esá Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Sjá meira
Sölvi Geir Ottesen er annar íslenskra leikmanna hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu Djurgården. Hinn er Kári Árnason en báðir voru þeir keyptir frá Víkingi árið 2004 þegar Sigurður Jónsson var þjálfari félagsins. Hann var í gær ráðinn aðalþjálfari Djurgården og hittir hann því fyrir gamla lærisveina sína. „Þetta er alger draumur í dós að fá Sigga til félagsins,“ sagði Sölvi Geir við Fréttablaðið í gær. „Ég þekki hann mjög vel og hann hefur þjálfað mig áður. Vissulega kom þetta okkur talsvert á óvart enda held ég að í fyrstu hafi hann búist við að taka að sér annars konar þjálfunarstarf innan félagsins. En þeir sem stjórna félaginu hafa örugglega fulla trú á honum og ég hef líka fulla trú á því að hann eigi eftir að standa sig mjög vel.“ Sölvi segir að Sigurður megi búast við allt öðru starfsumhverfi en þekkist hjá íslenskum félögum. „Hlutverk hans nú verður miklu stærra og annað en hingað til. En hann þekkir þetta líka sjálfur frá sínum eigin dögum sem atvinnumaður.“ Hann býst þó ekki við því að fá neina sérmeðferð hjá Sigurði. „Siggi verður ekkert frábrugðinn öðrum þjálfurum okkar nema að því leyti að hann þekkir okkur betur en okkar gömlu þjálfarar. Hann er fyrst og fremst góður þjálfari og fagmaður og mun ekki velja okkur Kára í liðið bara af því að við erum Íslendingar og þekkjum hann. Hann mun stilla upp sínu besta liði hverju sinni.“ Leikmönnum var tilkynnt um ráðningu Sigurðar á æfingu í gær. Sigurður var sjálfur ekki viðstaddur þar sem hann er nú staddur hér á landi. Sölvi segir að leikmenn hefðu spurt sig mikið út í nýja þjálfarann. „Auðvitað er gaman að fá hann til félagsins. Hann er gamall þjálfari okkar og góður vinur.“- esá
Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Sjá meira