Fótbolti

Zlatan gefur kost á sér á nýjan leik

Zlatan Ibrahimovich fefur verið tekinn í sátt hjá sænska landsliðinu. 
Nordicphotos/afp
Zlatan Ibrahimovich fefur verið tekinn í sátt hjá sænska landsliðinu. Nordicphotos/afp

Zlatan Ibrahimovich hefur náð sáttum við Lars Lagerback, þjálfara sænska landsliðsins í fótbolta, og aðra forkólfa sænska knattspyrnusambandsins, og mun hann snúa aftur í sænska liðið í næsta leik þess. Fjölmiðlar á Ítalíu greindu frá þessu í gær.

Eins og kunnugt er neitaði Ibrahimovich að spila fyrir hönd þjóðar sinnar eftir að hafa verið refsað fyrir að fara á skemmtistað þegar hann var í æfingabúðum með landsliðinu í sumar. Án Zlatans náðu Svíar að leggja bæði Spánverja og Íslendinga að velli í undankeppni EM og er því með öllu óvíst hvort sóknarmaðurinn eigi greiða leið inn í byrjunarlið landsliðsins á ný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×