Þrír með hálft kíló af kókaíni í skónum 1. nóvember 2006 07:15 Kastrupflugvöllur Þar fannst talsvert magn af amfetamíni í geymsluskáp. Íslendingur reyndist hafa tekið skápinn á leigu og fannst kvittunin fyrir leigunni þegar maðurinn kom til landsins. Myndin er óviðkomandi efni fréttarinnar. Kókaín í skóm, hass í hraðpósti og amfetamínfundur í geymsluskáp á flugvellinum á Kastrup. Allt eru þetta mál sem fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík er með til rannsóknar nú. Þrír karlmenn komu við sögu í kókaínmálinu. Einn þeirra kom til landsins fimmtudaginn 12. október, en tveir daginn eftir. Allir voru þeir með kókaín falið í skónum, samtals nálægt fimm hundruð grömmum, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Mennirnir komu til landsins með flugvél frá Kaupmannahöfn. Þangað höfðu þeir komið frá Hollandi, þar sem þeir fengu efnin. Þeir voru handteknir við komuna til landsins og fundust þá fíkniefnin í skóm þeirra. Þeir voru færðir til yfirheyrslu og í framhaldi af því úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Þeir hafa áður komið við sögu lögreglunnar vegna fíkniefnabrota, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Þremenningunum hefur verið sleppt en aðrir einstaklingar handteknir vegna málsins og yfirheyrðir. Tveir voru í framhaldi af því úrskurðaðir í gæsluvarðhald, sem rann út í gær. Héraðsdómur úrskurðaði þá til að sitja inni í hálfan mánuð til viðbótar. Málið er enn til rannsóknar hjá lögreglu. Hraðsending frá Danmörku sem innihélt hass í kílóavís, og fíkniefnalögreglan hér náði fyrir um það bil viku, leiddi til handtöku tveggja Íslendinga, sem báðir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald.Lögreglan vinnur að rannsókn málsins í samvinnu við dönsku lögregluna. Amfetamínmálið kom upp þegar danska lögreglan fann talsvert magn fíkniefnisins í geymsluskáp á Kastrup-flugvelli fyrir um það bil hálfum mánuði. Það leiddi til þess að lögreglan hér handtók tvo Íslendinga, sem voru að koma frá Danmörku, á Keflavíkurflugvelli. Annar þeirra hafði í fórum sínum kvittun fyrir leigu á umræddum skáp á Kastrup. Lögreglan verst allra frétta þar sem málið er enn í rannsókn og sagt á viðkvæmu stigi. Samtals ellefu einstaklingar sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna fíkniefnabrota, samkvæmt upplýsingum lögreglu í gær. Auk hinna fjögurra ofangreindu sitja sjö inni vegna eldri mála. Innlent Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Sjá meira
Kókaín í skóm, hass í hraðpósti og amfetamínfundur í geymsluskáp á flugvellinum á Kastrup. Allt eru þetta mál sem fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík er með til rannsóknar nú. Þrír karlmenn komu við sögu í kókaínmálinu. Einn þeirra kom til landsins fimmtudaginn 12. október, en tveir daginn eftir. Allir voru þeir með kókaín falið í skónum, samtals nálægt fimm hundruð grömmum, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Mennirnir komu til landsins með flugvél frá Kaupmannahöfn. Þangað höfðu þeir komið frá Hollandi, þar sem þeir fengu efnin. Þeir voru handteknir við komuna til landsins og fundust þá fíkniefnin í skóm þeirra. Þeir voru færðir til yfirheyrslu og í framhaldi af því úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Þeir hafa áður komið við sögu lögreglunnar vegna fíkniefnabrota, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Þremenningunum hefur verið sleppt en aðrir einstaklingar handteknir vegna málsins og yfirheyrðir. Tveir voru í framhaldi af því úrskurðaðir í gæsluvarðhald, sem rann út í gær. Héraðsdómur úrskurðaði þá til að sitja inni í hálfan mánuð til viðbótar. Málið er enn til rannsóknar hjá lögreglu. Hraðsending frá Danmörku sem innihélt hass í kílóavís, og fíkniefnalögreglan hér náði fyrir um það bil viku, leiddi til handtöku tveggja Íslendinga, sem báðir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald.Lögreglan vinnur að rannsókn málsins í samvinnu við dönsku lögregluna. Amfetamínmálið kom upp þegar danska lögreglan fann talsvert magn fíkniefnisins í geymsluskáp á Kastrup-flugvelli fyrir um það bil hálfum mánuði. Það leiddi til þess að lögreglan hér handtók tvo Íslendinga, sem voru að koma frá Danmörku, á Keflavíkurflugvelli. Annar þeirra hafði í fórum sínum kvittun fyrir leigu á umræddum skáp á Kastrup. Lögreglan verst allra frétta þar sem málið er enn í rannsókn og sagt á viðkvæmu stigi. Samtals ellefu einstaklingar sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna fíkniefnabrota, samkvæmt upplýsingum lögreglu í gær. Auk hinna fjögurra ofangreindu sitja sjö inni vegna eldri mála.
Innlent Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Sjá meira