Fótbolti

Ásthildur varð þriðja markahæst

Ásthildur Helgadóttir, knattspyrna, Malmö FF
Ásthildur Helgadóttir, knattspyrna, Malmö FF

Íslenski landsliðsfyrirliðinn Ásthildur Helgadóttir varð þriðja markahæst í sænsku úrvalsdeildinni sem lauk í gær. Ásthildur skoraði 19 mörk en Lotta Schelin varð markahæst með 21 mark og hin brasilíska Marta varð næstmarkahæst með 20 mörk.

Malmö, lið Ásthildar og Dóru Stefánsdóttur, steinlá í lokaumferðinni, 4-0, fyrir meisturum Umea. Malmö varð í fjórða sæti í deildinni og Mallbacken, lið Erlu Steinu Arnardóttur, varð neðst og féll úr deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×